Snickers ostakaka sem ekki þarf að baka

Snickers ostakaka með mjúku karamellukremi.
Snickers ostakaka með mjúku karamellukremi. mbl.is/Frederikke Wærens

Það er svo allt í þess­ari upp­skrift sem hleyp­ir munnkirtl­un­um af stað. Má bjóða ykk­ur upp­skrift að Snickers osta­köku sem þarf ekki að baka og má auðveld­lega gera deg­in­um áður.

Snickers ostakaka sem ekki þarf að baka

Vista Prenta

Snickers ostakaka sem ekki þarf að baka

Botn:

  • 250 g Digesti­ve kex
  • 100 g salt­hnet­ur
  • 130 g smjör, bráðið

Rjóma­ostakrem:

  • 400 g rjóma­ost­ur
  • 120 g flór­syk­ur
  • Korn­in úr 2 vanillu­stöng­um eða 1 msk vanillu­syk­ur
  • ½ L rjómi
  • 150 g Snickers, saxað

Kara­mellusósa:

  • 2 pok­ar Whert­ers Orig­inal kara­mell­ur (má líka nota aðrar teg­und­ir)
  • 1 dl rjómi
  • Salt á hnífsoddi

Skraut:

  • 100 g Snickers
  • 100 g hnet­ur 

Aðferð:

  1. Botn: Saxið kexið og hnet­urn­ar í mat­vinnslu­vél þar til bland­an verður fín. Bræðið smjörið og blandið því vel sam­an við kexið og hnet­urn­ar. Hellið blönd­unni í smellu­form (23 cm) klætt bök­un­ar­papp­ír. Pressið blönd­unni vel niður í formið og geymið inn í ís­skáp á meðan ostakremið er búið til.
  2. Rjóma­ostakrem: Þeytið rjóma­ost, vanillu og flór­syk­ur sam­an í skál. Þeytið rjómann í ann­ari skál og blandið því sam­an við ostakremið. Því næst kem­ur Snickersið út í. Þeir sem eiga bök­un­ar­plast (notað til að gera hliðarn­ar slétt­ar) geta smellt því í formið með kexblönd­unni og smurt rjóma­ostakrem­inu á botn­inn. Geymið síðan kök­una í kæli, gjarn­an yfir nótt.
  3. Kara­mellusósa: Útbúið sós­una rétt áður en kak­an er bor­in fram. Bræðið kara­mell­ur í litl­um potti og hrærið rjóm­an­um út í. Bætið við salti og hrærið í þar til kara­mell­an er til­bú­in. Gott er að um­hella kara­mell­unni í glas eða könnu og þaðan yfir á kök­una. Takið þó fyrst kök­una úr form­inu, hellið kara­mellusós­unni yfir og skreytið með Snickers­bit­um og salt­hnet­um.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert