Sunnudagslamb sem engan svíkur

mbl.is/Fox Valley Foodie (com)

Hefðbundið lamba­læri hef­ur verið upp­á­halds­mat­ur Íslend­inga ára­tug­um sam­an. Enda ekki skrítið, ís­lenskt lamba­kjöt er senni­lega eitt­hvert besta kjöt sem völ er á, ferskt af fjall­inu þar sem ís­lensk­ar kryd­d­jurtir hafa verið aðalfæðan. Líf­ræn rækt­un eins og hún ger­ist best.

Sítr­óna og límóna gefa þessu læri sér­stak­an keim án þess að um bylt­ing­ar­kennda breyt­ingu sé að ræða; þetta er bara aðeins annað bragð en venju­lega. Best er auðvitað að nota ferskt rós­marín en ef það er ekki til má nota þurrkað og strá því yfir lærið. Meðlæti fer allt eft­ir smekk en ég myndi leggja til kart­öflugratín, mikið grænt sal­at og milt rauðvín sem hent­ar þessu bragði. Og auðvitað vatn fyr­ir þá sem ekki vilja vín.

Sunnudagslamb sem engan svíkur

Vista Prenta

Sunnu­dagslamb sem eng­an svík­ur

Fyr­ir sex
  • 1 meðal­stórt lamba­læri
  • salt
  • pip­ar
  • 1 sítr­óna
  • 1 límóna
  • 5 hvít­lauksrif (fer eft­ir smekk)
  • ferskt rós­marín
  • olía til pensl­un­ar

1. Þerrið lamba­lærið vel og skerið af því alla um­fram­fitu. Kryddið með salti og ný­möluðum pip­ar.

2. Skerið sítr­ón­una og límón­una í tvennt og nuddið saf­an­um vel inn í lamba­lærið. Notið báða helm­ing­ana og putt­ana til að saf­inn smjúgi vel inn í kjötið.

3. Skerið hvít­lauksrif­in í þunn­ar sneiðar. Skerið rif­ur hér og þar í lærið og stingið hvít­laukn­um inn í kjötið. Vefjið fersku rós­maríni utan um lærið og setjið það í ofnskúffu sem pensluð hef­ur verið með olíu. Penslið lærið einnig með olíu.

4. Steikið lærið fyrst við 190–200 gráður í 15 mín­út­ur. Lækkið þá hit­ann í 180 gráður og steikið áfram. Best er að snúa lær­inu við á kort­ers fresti og pensla það með ol­í­unni af og til. Steik­ing­ar­tím­inn fer eft­ir stærð en yf­ir­leitt þarf lærið a.m.k. 1½–2 tíma í ofn­in­um til að verða gegn­steikt. Svo er líka smekks­atriði hvað fólk vill hafa það mikið steikt.

At­hugið - þetta er hefðbundna út­gáf­an en svo er einnig hægt að úr­beina lærið eins og sést á mynd­inni. 

mbl.is/​Fox Valley Foodie (com)
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert