Hægeldaðir lambaskankar með hökkuðum tómötum og rósmarín

mbl.is/Eva Laufey

Lambaskank­ar standa alltaf fyr­ir sínu og þessi upp­skrift er í senn frem­ur auðveld auk þess sem hún trygg­ir að allt húsið ilm­ar dá­sam­lega meðan skank­arn­ir malla. Það er Eva Lauf­ey sem á þessa upp­skrift en mat­ar­bloggið henn­ar er hægt að heim­sækja HÉR.

Hægeldaðir lambaskankar með hökkuðum tómötum og rósmarín

Vista Prenta

Hæg­eldaðir lambaskank­ar með hökkuðum tómöt­um og rós­marín

Þessi upp­skrift er til­val­in á haust­in eða að vetri til, þegar við þurf­um sár­lega á mat að halda sem ylj­ar okk­ur að inn­an. Það er líka eitt­hvað svo sér­stak­lega nota­legt að hæg­elda mat – það fær­ist svo mik­il ró yfir heim­ilið.

  • 4 lambaskank­ar, snyrt­ir
  • 1 msk ólífu­olía eða smjör
  • Salt og pip­ar
  • 1 lauk­ur
  • 5 gul­ræt­ur
  • 400 ml hakkaðir tóm­at­ar + 1 dl soðið vatn
  • 4 msk rós­marín
  • 300 g perlukúskús

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 160°C.
  2. Brúnið lambaskank­ana á öll­um hliðum upp úr smjöri í góðum potti sem má fara inn í ofn. Kryddið til með salti og pip­ar.
  3. Látið skank­ana standa með beinið upp í pott­in­um.
  4. Skerið græn­metið smátt og setjið út í pott­inn ásamt rós­marín, hökkuðum tómöt­um og 1 dl af soðnu vatni.
  5. Setjið lok á pott­inn og inn í ofn við 160°C í 2-3 klukku­stund­ir. Það er gott ráð að ausa yfir kjötið tvisvar til þris­var sinn­um.
  6. Þegar um það bil hálf­tími er eft­ir af eld­un­ar­tím­an­um takið þið lokið af pott­in­um og eldið áfram í hálf­tíma.
  7. Berið fram með perlukúskús sem þið eldið sam­kvæmt leiðbein­ing­um á pakk­an­um.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert