Uppþvottalögur gerir meira en þig grunar

Uppþvottalögur getur reddað manni við ýmsar aðstæður.
Uppþvottalögur getur reddað manni við ýmsar aðstæður. mbl.is/GoodHousekeeping

Það virðist vera sem einföldustu hlutir á heimilinu séu hið mestu þarfaþing. Hér eru nokkur dæmi um hvernig uppþvottalögur getur komið til bjargar á ögurstundum.

  • Fékkstu salatdressingu á skyrtuna þína? Skelltu nokkrum dropum af uppþvottalegi á blettinn og skolaðu með vatni. Virkar einnig á ull og silki.
  • Eflaust eru einhverjir farnir að pakka niður útihúsgögnunum og þá er upplagt að þrífa þau áður en þeim er lagt. Skvetta af uppþvottalegi í skál af heitu vatni er allt sem þú þarft og bursta. Skolið sápuna af með vatnsslöngunni og þurrkið.
  • Eldhúsinnréttingin á til að verða fitug eftir allt brasið við eldamennskuna. Þá er upplagt að setja nokkra dropa af uppþvottalegi út í heitt vatn í spreybrúsa og skola óhreinindin burt. Þurrka bara yfir með hreinum og þurrum klút.
  • Er blettur á bílskúrsgólfinu? Dreifðu matarsóda á blettinn og sprautaðu uppþvottalegi yfir. Nuddaðu svo með bursta og láttu standa í nokkra klukkutíma. Hreinsaðu og endurtaktu ef þörf er á þar til bletturinn er farinn.
  • Þú mátt auðveldlega nota matskeið af uppþvottalegi til að þvo flíkur sem handþvott. Sérstaklega gott fyrir skyrtur sem þarf að fríska undan svitalykt. Skola bara vel á eftir og hengja vel blautt upp, þá koma síður krumpur í flíkina.
  • Hárburstar og greiður þurfa annað slagið að fá þvott og það gerir þú með nokkrum dropum af uppþvottalegi og heitu vatni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka