Uppþvottalögur gerir meira en þig grunar

Uppþvottalögur getur reddað manni við ýmsar aðstæður.
Uppþvottalögur getur reddað manni við ýmsar aðstæður. mbl.is/GoodHousekeeping

Það virðist vera sem ein­föld­ustu hlut­ir á heim­il­inu séu hið mestu þarfaþing. Hér eru nokk­ur dæmi um hvernig uppþvotta­lög­ur get­ur komið til bjarg­ar á ög­ur­stund­um.

  • Fékkstu sal­at­dress­ingu á skyrt­una þína? Skelltu nokkr­um drop­um af uppþvotta­legi á blett­inn og skolaðu með vatni. Virk­ar einnig á ull og silki.
  • Ef­laust eru ein­hverj­ir farn­ir að pakka niður úti­hús­gögn­un­um og þá er upp­lagt að þrífa þau áður en þeim er lagt. Skvetta af uppþvotta­legi í skál af heitu vatni er allt sem þú þarft og bursta. Skolið sáp­una af með vatns­slöng­unni og þurrkið.
  • Eld­hús­inn­rétt­ing­in á til að verða fitug eft­ir allt brasið við elda­mennsk­una. Þá er upp­lagt að setja nokkra dropa af uppþvotta­legi út í heitt vatn í sprey­brúsa og skola óhrein­ind­in burt. Þurrka bara yfir með hrein­um og þurr­um klút.
  • Er blett­ur á bíl­skúrs­gólf­inu? Dreifðu mat­ar­sóda á blett­inn og sprautaðu uppþvotta­legi yfir. Nuddaðu svo með bursta og láttu standa í nokkra klukku­tíma. Hreinsaðu og end­ur­taktu ef þörf er á þar til blett­ur­inn er far­inn.
  • Þú mátt auðveld­lega nota mat­skeið af uppþvotta­legi til að þvo flík­ur sem handþvott. Sér­stak­lega gott fyr­ir skyrt­ur sem þarf að fríska und­an svita­lykt. Skola bara vel á eft­ir og hengja vel blautt upp, þá koma síður krump­ur í flík­ina.
  • Hár­burst­ar og greiður þurfa annað slagið að fá þvott og það ger­ir þú með nokkr­um drop­um af uppþvotta­legi og heitu vatni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert