Brjálæðislegt brúsettu-kjúklinga-pasta

Kjúklingarétturinn sem þú munt gera aftur og aftur um ókomin …
Kjúklingarétturinn sem þú munt gera aftur og aftur um ókomin ár.

Ef þú hef­ur ekki smakkað þenn­an áður þá get­um við lofað þér því að þessi rétt­ur mun verða reglu­lega á mat­seðlin­um hér eft­ir. Brú­settu-kjúk­linga-pasta með bal­sa­mik-ed­iki, basil og cherry-tómöt­um svo ekki sé meira sagt. Rétt­ur­inn er til­val­inn fyr­ir tvo, og þá áttu af­ganga dag­inn eft­ir, eða full máltíð fyr­ir fjóra.

Brjálæðislegt brúsettu-kjúklinga-pasta

Vista Prenta

Brjálæðis­legt brú­settu-kjúk­linga-pasta (fyr­ir 2-4)

  • 500 g kjúk­linga­bring­ur
  • ¼ bolli ólífu­olía
  • 2 hvít­lauksrif, söxuð
  • 1 tsk. basiliku-krydd
  • ½ tsk. salt
  • ½ tsk. pip­ar
  • ¼ or­egano-krydd
  • ¼ tsk. papríkukrydd
  • 2 boll­ar cherry-tóm­at­ar
  • 4 hvít­lauksrif, söxuð
  • 3 msk. fersk basilika, söxuð
  • 2 msk. lauk­ur, saxaður
  • 2 tsk. ólífu­olía
  • 100 g mozzar­ella
  • Bal­sa­mik-edik
  • 250 g penne-pasta
  • Fersk basilika til skrauts

Aðferð:

  1. Takið kjúk­linga­bring­urn­ar og berjið þær ör­lítið flat­ar. Hrærið sam­an ólífu­olíu, hvít­lauk, basiliku, salti, pip­ar, or­egano og papriku­dufti og hellið yfir kjúk­ling­inn í skál eða plast­poka og leyfið að mar­in­er­ast í það minnsta 2 klukku­tíma eða yfir nótt.
  2. Hitið ofn­inn í 190°.
  3. Setjið tóm­ata, hvít­lauk, basiliku, lauk og ólífu­olíu í stóra skál og blandið vel sam­an. Saltið og piprið.
  4. Hitið pönnu á meðal­hita með smá­veg­is af ólífu­olíu. Brúnið kjúk­ling­inn á báðum hliðum og leggið í eld­fast mót ef pann­an þolir ekki að koma í ofn. Stráið osti yfir bring­urn­ar og einni skeið af brú­settu-blönd­unni (rest­in fer með past­anu). Dreifið bal­sa­mik-ed­iki yfir bring­urn­ar og inn í ofn í 15-20 mín­út­ur eða þar til eldaðar í gegn.
  5. Á meðan kjúk­ling­ur­inn er í ofn­in­um er pastað soðið sam­kvæmt leiðbein­ing­um. Blandið síðan brú­settu-blönd­unni við pastað þegar það er til­búið og jafn­vel einni skeið af ólífu­olíu. Skerið kjúk­ling­inn í bita eða strimla og komið fyr­ir ofan á past­anu. Stráið ferskri basiliku yfir og blandið öllu vel sam­an.
mbl.is/​HowSweetEats
mbl.is/​HowSweetEats
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert