Ef þú hefur ekki smakkað þennan áður þá getum við lofað þér því að þessi réttur mun verða reglulega á matseðlinum hér eftir. Brúsettu-kjúklinga-pasta með balsamik-ediki, basil og cherry-tómötum svo ekki sé meira sagt. Rétturinn er tilvalinn fyrir tvo, og þá áttu afganga daginn eftir, eða full máltíð fyrir fjóra.
Brjálæðislegt brúsettu-kjúklinga-pasta (fyrir 2-4)
- 500 g kjúklingabringur
- ¼ bolli ólífuolía
- 2 hvítlauksrif, söxuð
- 1 tsk. basiliku-krydd
- ½ tsk. salt
- ½ tsk. pipar
- ¼ oregano-krydd
- ¼ tsk. papríkukrydd
- 2 bollar cherry-tómatar
- 4 hvítlauksrif, söxuð
- 3 msk. fersk basilika, söxuð
- 2 msk. laukur, saxaður
- 2 tsk. ólífuolía
- 100 g mozzarella
- Balsamik-edik
- 250 g penne-pasta
- Fersk basilika til skrauts
Aðferð:
- Takið kjúklingabringurnar og berjið þær örlítið flatar. Hrærið saman ólífuolíu, hvítlauk, basiliku, salti, pipar, oregano og paprikudufti og hellið yfir kjúklinginn í skál eða plastpoka og leyfið að marinerast í það minnsta 2 klukkutíma eða yfir nótt.
- Hitið ofninn í 190°.
- Setjið tómata, hvítlauk, basiliku, lauk og ólífuolíu í stóra skál og blandið vel saman. Saltið og piprið.
- Hitið pönnu á meðalhita með smávegis af ólífuolíu. Brúnið kjúklinginn á báðum hliðum og leggið í eldfast mót ef pannan þolir ekki að koma í ofn. Stráið osti yfir bringurnar og einni skeið af brúsettu-blöndunni (restin fer með pastanu). Dreifið balsamik-ediki yfir bringurnar og inn í ofn í 15-20 mínútur eða þar til eldaðar í gegn.
- Á meðan kjúklingurinn er í ofninum er pastað soðið samkvæmt leiðbeiningum. Blandið síðan brúsettu-blöndunni við pastað þegar það er tilbúið og jafnvel einni skeið af ólífuolíu. Skerið kjúklinginn í bita eða strimla og komið fyrir ofan á pastanu. Stráið ferskri basiliku yfir og blandið öllu vel saman.