Sulta er ekki bara sulta eins og við vitum flest og menn leggja misjafnt á sig til að búa til hina fullkomnu sultu. Hér er uppskrift sem gæti mögulega valdið einhverjum andnauð enda er hún með lekkerasta móti.
Hin eina sanna Tobba Marínós hefur farið mikinn í sultugerð og grænmetisrækt undanfarið og hér gefur að líta afraksturinn.
Þessi sulta/mauk er líklega sú dýrasta á landinu. Bæði sökum kampavínisins og andlegs stríðs sem ég háði við fuglagengi í Vesturbænum sem reyndi stanslaust að éta haustuppskeruna. Kasólétt í náttfötum (sem pössuðu fyrir 3 mánuðum) hljóp ég því á inniskónum öskrandi út í garð á öllum tímum sólarhrings til að hrekja ræningjana úr trjánum. Uppskeran var því nokkuð rýr og ætlaði ég mér að fá sem mest gæði út úr henni og var því ekkert til sparað. Kampavínið fékk að gossa!
Dýrðina set ég svo út á grískt jógúrt í morgunmat eða til að toppa ostatertur!
Kampavínssulta Tobbu
Soðið niður uns þykkt mauk.
Smakkið til og bætið við sætu ef þurfa þykir.
Setjið í tandurhreinar krukkur (soðnar) og setjið bökunarpappír á milli glersins og loksins.
Setjið volga sultu í volga krukku til að hámarka geymslu og gætið þess að setja alltaf hreina skeið í krukkuna þegar þið nælið ykkur í skammt. Annars kemst mygla fljótt af stað.