Guðdómlegar morgunverðarpönnukökur með skinku- og ostafyllingu

mbl.is/Svava Gunnarsdóttir

Þetta er eitt­hvað sem all­ir verða að prófa. Pönnu­kök­urn­ar eiga ætt­ir að rekja til Svíþjóðar en Sví­ar eru eins og flest­ir vita afar hrifn­ir af slíku fæði. Það er Svava Gunn­ars á Ljúf­meti og lekk­er­heit sem á heiður­inn að þess­ari upp­skrift og út­færslu. 

Mat­ar­blogg Svövu er hægt að nálg­ast HÉR.

Guðdómlegar morgunverðarpönnukökur með skinku- og ostafyllingu

Vista Prenta

Pönnu­kök­urúlla með skinku- og osta­fyll­ingu (upp­skrift fyr­ir 6)

Deig:

  • 125 g smjör
  • 2,5 dl hveiti
  • 3 dl mjólk
  • 4 egg

Fyll­ing:

  • 3 msk smjör
  • 4 msk hveiti
  • 3 dl mjólk
  • 1,5 dl rjómi
  • 3 msk fín­hökkuð basilika
  • 100 g skinka, skor­in í bita
  • 1 dl rif­inn ost­ur
  • 150 g kokteil­tóm­at­ar
  • 1 tsk salt
  • smá svart­ur pip­ar

Yfir:

  • 1,5 dl rif­inn ost­ur

Hitið ofn í 200°. Bræðið smjör í potti. Hrærið hveiti og mjólk sam­an við smjörið og hitið þar til deigið losn­ar frá könnt­um pott­ar­ins (hrærið reglu­lega í pott­in­um). Takið pott­inn af hit­an­um og hrærið einu eggi í einu sam­an við deigið með handþeyt­ara. Setjið deigið í ofnskúffu sem hef­ur verið klædd með bök­un­ar­papp­ír og bakið í neðri hluta ofns­ins í um 20 mín­út­ur. Þegar pönnukakan er til­bú­in er best að hvolfa henni á nýj­an bök­un­ar­papp­ír og taka bök­un­ar­papp­ír­inn sem pönnukakan bakaðist á af. Látið pönnu­kök­una kólna.

Fyll­ing: Bræðið smjörið í potti. Hrærið hveiti sam­an við. Bætið mjólk smátt og smátt sam­an við og hrærið stöðugt í pott­in­um á meðan. Bætið rjóma í pott­inn og látið sjóða við væg­an hita í um 5 mín­út­ur. Bætið basiliku, skinku og osti í pott­inn. Skerið tóm­at­ana í tvennt og hrærið þeim sam­an við fyll­ing­una. Smakkið til með salti og pip­ar.

Dreifið fyll­ing­unni yfir pönnu­kök­una og rúllið henni upp frá lang­hliðinni. Setjið pönnu­kök­una á bök­un­ar­papp­ír með sárið niður. Stráið rifn­um osti yfir og bakið í 10 mín­út­ur. Berið pönnu­kök­una fram heita.

mbl.is/​Svava Gunn­ars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert