Hinar einu sönnu súkkulaðibitakökur

Nýbakaðar súkkulaðibitakökur svíkja engan.
Nýbakaðar súkkulaðibitakökur svíkja engan. mbl.is/Frederikke Wærens

Súkkulaðibitakökur eru eins og kanilsnúðar – allir elska þær. Snilldin við þessa uppskrift er sú að þú getur búið til deigið í dag og sett í frysti, þá áttu alltaf til deig ef þú færð gesti um helgina og hefur engan tíma til að standa í stórbakstri.

Hinar einu sönnu súkkulaðibitakökur (20 stórar eða 40 litlar)

  • 400 g smjör, við stofuhita
  • 300 g sykur
  • 250 g púðursykur
  • Korn úr 1 vanillustöng
  • 2 egg
  • 500 g hveiti
  • Salt á hnífsoddi
  • 2 tsk. lyftiduft
  • 200 g dökkir súkkulaði dropar
  • 2 dl salthnetur, hakkaðar
  • 1 poki Werthers-rjómakaramellur (eða aðrar sambærilegar), klipptar niður í litla bita

Aðferð:

  1. Þeytið saman smjör, sykur, púðursykur og vanillu þar til blandan verður ljós og létt í sér. Bætið við eggjum og þeytið. Blandið hveiti, lyftidufti og salti saman í skál og hrærið út í deigið. Að lokum koma súkkulaðidroparnir, hneturnar og karamellan út í með sleif.
  2. Formið kúlur með ískúluskeið og setjið deigið í frysti í 1 tíma.
  3. Hitið ofninn í 175° og leggið kúlurnar á bökunarpappír á bökunarplötu. Passið að leggja kúlurnar ekki of nálægt hver annarri því þær eiga eftir að fletjast út. Sirka 6 kúlur á hverja plötu. Bakið í 14-16 mínútur þar til þær eru orðnar gylltar og stökkar.
  4. Það þarf ekkert að klára allt deigið í einu því það má auðveldlega frysta og nota síðar þegar súkkulaðilöngunin kemur yfir mann.
Sniðugt er að nota ísskeið til að búa til kúlur …
Sniðugt er að nota ísskeið til að búa til kúlur úr deiginu. mbl.is/Frederikke Wærens
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert