Bubbi slær í gegn sem bakari

Meistarabakarinn Bubbi Morthens.
Meistarabakarinn Bubbi Morthens. mbl.is/Ómar Óskarsson

Það virðist flest leika í hönd­un­um á Bubba Mort­hens en hvern hefði grunað að hann væri einnig af­burða bak­ari. Þess­ari upp­skrift af súr­deigs-skorpu-malt­brauði deildi hann á dög­un­um en upp­skrift­in er frá dönsku fjöl­skyld­unni hans.

Bubbi slær í gegn sem bakari

Vista Prenta

Skorpu malt­brauð Bubba

Brauð:

  • 500 g rúg­kjarna fræ - lögð í bleyti 12 tíma.

En áður þarf að búa til súr­deig:

  • 300 g rúm­jöl.
  • 5 g salt
  • 1 tsk hun­ang
  • 1 dl ab-mjólk
  • vatn eft­ir fíl­ing en þannig það verði þunnt.

Dag­ur 2:

  • Bæti við mat­skeið rúg­mjöl

Dag­ur 3:

  • 1 msk rúg­mjöl

Dag­ur 4

  • 1 msk rúg­mjöl

Dag­ur 5

  • 1 msk rúg­mjöl

Þá er súr­deigið klárt muna alltaf hræra og bæta smá vatni sam­an við.

Þá ger­um við klárt í bakst­ur.

  • 500 gr rúg­mjöl
  • 500 gr hveiti

Rúg­kjarna­fræ­in bland­ast við 3 dl af súr­deigi

  • Rúm­ur dl sólkjarna fræ.
  • 1 dl hör­fræ.
  • 1 msk­mat­skeið malt extra (fæst í apó­tek­inu setja í hræri­vél)

Hnoða þannig að þetta verður þétt steypa

Smyrja tvö form og setja deigið í

Láta standa í 12 tíma.

Síðan hita of­inn vel á 250 gráðum muna úða vatni yfir deigið

Stinga 10 göt á hvort form þannig að það lofti

Baka í klukku­tíma en lækka hit­ann eft­ir 30 mín­út­ur í 200 gráður

Taka út láta standa í tvo tíma og þið eru með brauð sem topp­ar allt má strjúka köldu smjöri yfir skorpu til að fá fal­leg­an gljáa þegar það er heitt.

p.s. Eng­inn syk­ur og ekk­ert ger.

Svona lítur þetta stórglæsilega brauð hans Bubba út.
Svona lít­ur þetta stór­glæsi­lega brauð hans Bubba út. mbl.is/​Bubbi Mort­hens
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert