Klísturkaka með ólöglegu magni af karamellu

mbl.is/GRGS.is

Ef þetta er ekki kaka sem nauðsyn­legt er að prófa þá veit ég ekki hvað. Þessi kaka er í miklu upp­á­haldi hjá Berg­lindi Guðmunds sem alla jafna er snill­ing­ur­inn á bak við Gul­ur, rauður, grænn og salt. Kak­an kem­ur úr bók­inni henn­ar sem kom út um síðustu jól og þótti frá­bær. 

Mat­ar­blogg Berg­lind­ar er hægt að nálg­ast HÉR.

Klísturkaka með ólöglegu magni af karamellu

Vista Prenta

KLADD­KAKA MEÐ KARA­MELLU
Fyr­ir 6-8
Tími 45 mín.

  • 200 g smjör
  • 3 egg
  • 4 dl syk­ur
  • 2 dl hveiti
  • 1 dl kakó

Kara­mella

  • 3 dl rjómi
  • 1,5 dl ljóst sýróp
  • 50 g smjör

Aðferð:

  1. Bræðið smjörið og kælið lít­il­lega.
  2. Hrærið eggj­um og sykri vel sam­an þar til bland­an er orðin létt og ljós.
  3. Bætið þá kakói og hveiti sam­an við. Hrærið smjör­inu að lok­um sam­an við.
  4. Smyrjið bök­un­ar­form (24 cm). Hellið deig­inu í formið og bakið í 175°C heit­um ofni í 30 mín­út­ur. Kælið.
  5. Setjið öll hrá­efn­in fyr­ir kara­mell­una sam­an í pott. Sjóðið sam­an í 5 mín­út­ur eða þar til sós­an er far­in að þykkna.
  6. Hellið kara­mellusós­unni yfir kök­una, magn eft­ir smekk. Berið fram með ís og/​eða rjóma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert