Ferskasti pastaréttur dagsins

Litríkur pastaréttur með girnilegri dressingu.
Litríkur pastaréttur með girnilegri dressingu. mbl.is/SpoonForkBacon

Pasta er ef­laust mest borðað á heim­il­um þar sem börn búa. Þá er upp­lagt að vera með nokkra mis­mun­andi rétti til að brjóta þetta aðeins upp. Hér er upp­skrift sem þú get­ur gert þegar þú hef­ur tíma og geymt í kæli fram að kvöld­mat.

Fersk­asti pasta­rétt­ur dags­ins

Vista Prenta

Fersk­asti pasta­rétt­ur dags­ins

  • 250 g far­falle pasta
  • 1 msk. ólífu­olía
  • ½ skallott­lauk­ur, saxaður (um 2 msk.)
  • 4 litl­ir tóm­at­ar, skorn­ir
  • 1 avoca­do
  • Gul­ar baun­ir
  • 12-16 litl­ar fersk­ar mozzar­ella-kúl­ur
  • Fersk basilika

Dress­ing:

  • 1½ bolli grísk jóg­úrt
  • 2 msk. rauðvín­se­dik
  • 2 msk. graslauk­ur, smátt skor­inn
  • 1 hvít­lauksrif, smátt skorið
  • Safi úr ½ sítr­ónu
  • Salt og pip­ar til að smakka til

Aðferð:

  1. Sjóðið pasta sam­kvæmt leiðbein­ing­um.
  2. Setjið öll hrá­efn­in sem fara í dress­ing­una í skál og blandið vel sam­an.
  3. Þegar pastað er til­búið, látið þá renna kalt vatn á það. Blandið því næst past­anu sam­an við dress­ing­una.
  4. Bætið rest­inni af hrá­efn­inu sam­an við og berið fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert