Lax sem er snar-bannaður börnum

mbl.is/eatRVK

Upp­skrift­ir sem sagðar eru trylla eru yf­ir­leitt eitt­hvað sem vert er að skoða nán­ar og það á svo sann­ar­lega við í þessu til­felli. Hér er mar­in­er­ing­in tek­in á næsta stig og alls ekki við hæfi barna.

Það eru meist­ar­arn­ir á eatR­VK - nán­ar til­tekið Linda Björk sem á þessa upp­skrift en hún seg­ist svo hepp­in að eiga nokkra veiðimenn í fjöl­skyld­unni sem séu gjarn­ir á að færa henni góðgæti.

Lax sem er snar-bannaður börnum

Vista Prenta

Tryllt­ur lax

Lax er of­ur­fæða sem er holl og góð. Þessi upp­skrift er í miklu upp­á­haldi og slær alltaf í gegn, einnig hjá þeim sem hafa ekki verið hrifn­ir af lax áður. Það er eitt­hvað við sam­setn­ing­una sem fær bragðlauk­ana til að dansa af gleði. Það má al­veg nota ann­an fisk fyr­ir þessa mar­in­er­ingu ef erfitt er að fá góðan lax. Gott er að sjóða mar­in­er­ing­una niður og gera úr henni sósu, hvort sem er soðsósu eða skella smá rjóma sam­an við.

  • 6 msk púður­syk­ur
  • 6 msk bour­bon vín
  • 4 msk soja sósa
  • 3 msk saxað engi­fer
  • 2 msk safi af límónu
  • 1 hvít­lauk­ur saxaður smátt
  • 1/​2 tsk malaður svart­ur pip­ar
  • 1 búnt kórí­and­er saxað, 1/​2 fer í mar­in­er­ing­una og af­gang­ur yfir í lok­in (má sleppa)
  • 1 vænn lax eða um 700- 800 gr, bein­hreinsaður
  • 2-3 vor­lauk­ar saxaðir
  • 2 msk ses­am­fræ sem búið er að rista

Leiðbein­ing­ar

  1. Setjið fyrstu átta hrá­efn­in hér fyr­ir ofan í skál og blandið vel sam­an, setjið svo fisk­inn í fat og hellið leg­in­um yfir, setjið plast­filmu og leyfið fisk­in­um að mar­in­er­ast í um 1 1/​2 - 2 tíma í ís­skáp.
  2. Takið lax­inn úr mar­in­er­ing­unni og setjið í ál­bakka sem búið er að pensla með smá olíu og grillið, eða steikið á pönnu með skinnið niður. Passið að elda ekki fisk­inn of lengi, við eld­um hann í 10 - 15 mín­út­ur sam­tals.
  3. Takið mar­in­er­ing­una og setjið í pott, sjóðið hana aðeins niður og berið fram með fisk­in­um
  4. Skreytið fisk­inn svo með ses­am­fræj­um, vor­lauk og rest af kórí­and­er
  5. Með þess­um rétti er gott að borða cous cous, nýj­ar kart­öfl­ur og gott sal­at
mbl.is/​eatR­VK
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert