Kjúklingarétturinn sem þykir með þeim betri

mbl.is/Berglind Guðmundsdóttir

Sumar uppskriftir eru svo heillandi að það er ekki annað hægt en að ýta öllu skipulagi til hliðar og heimta að fá svona gúmmelaði í matinn (nú eða elda það sjálf/ur).

Þessi uppskrift kemur frá Berglindi Guðmunds og nefnist Fljúgandi Jakob. Sagan segir að heiðurinn af þessum rétti hafi sænskur maður að nafni Jacobsson átt sem hafi unnið í flugbransanum og þaðan sé þetta skemmtilega nafn komið.

Hvað sem því líður þá er fljúgandi Jakob frábær kjúklingaréttur sem inniheldur dásamlega chilí rjómasósu, beikon og banana. Látið það óvenjulega hráefni ekki hræða ykkur því bananinn kemur með smá sætu án þess að vera afgerandi og setur hér punktinn yfir i-ið. Njótið vel!

Hægt er að nálgast Gulur, rauður, grænn og salt HÉR.

Fljúgandi Jakob
Fyrir 4

  • 900 g kjúklingabringur
  • 200 g beikon
  • 2 bananar
  • 200 ml Felix chilísósa, extra het
  • 500 ml rjómi
  • 1.5 dl salthnetur
  • salt
  • pipar

Aðferð:

  1. Blandið chilísósu og rjóma saman í skál og blandið vel saman.
  2. Steikið beikon þar til stökkt og skerið í bita.
  3. Skerið kjúklinginn í bita og kryddið með salti og pipar. Hitið olíu á pönnu og steikið kjúklinginn á pönnunni.
  4. Setjið kjúklinginn í ofnfast mót og beikonbitana yfir. Skerið banana í sneiðar og setjið yfir.
  5. Hellið chilí rjómasósunni yfir allt og stráið salthnetum yfir allt.
  6. Setjið í 200°c heitan ofn í 15 mínútur.

Í þennan rétt er hægt er að kaupa tilbúinn kjúklinginn og rífa niður til að flýta fyrir.

mbl.is/Berglind Guðmundsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert