Einfaldasta súkkulaðikaka í heimi

Einstaklega ljúffeng og fljótleg kaka.
Einstaklega ljúffeng og fljótleg kaka. Kristinn Magnússon

Ein­fald­leik­inn er oft erfiðast­ur eins og hef­ur margsannað sig í hinni frá­bæru kokka­áskor­un Fimm eða færri sem les­end­ur Mat­ar­vefs­ins og Morg­un­blaðsins hafa skemmt sér yfir und­an­farna mánuði. Áskor­un­in felst í því að fá meist­ara­kokka lands­ins til að galdra fram upp­skrift sem er svo ein­föld – en þó bragðgóð – að örg­ustu eld­hús­skuss­ar ættu að ráða við hana. Nýj­asti áskor­and­inn er eng­inn ann­ar en Ylfa Helga­dótt­ir, þjálf­ari ís­lenska kokka­landsliðsins, og hún galdr­ar hér fram rétt sem er svo ein­fald­ur og ynd­is­leg­ur að það er ekki annað hægt en tár­fella ögn af gleði.

Hér gef­ur að líta súkkulaðiköku sem er svo ein­föld að það tek­ur ná­kvæm­lega 180 sek­únd­ur að búa hana til. Það þýðir að hægt er að færa rök fyr­ir því að þetta sé í senn ein­fald­asta og fljót­leg­asta súkkulaðikaka í heimi. Súkkulaðið og fros­in hind­ber­in setja síðan punkt­inn yfir i-ið.

Ylfa er einn af þekkt­ustu og fær­ustu mat­reiðslu­mönn­um lands­ins og hef­ur staðið í brúnni á veit­ingastaðnum Kop­ar frá upp­hafi – bæði sem yfir­kokk­ur og eig­andi.

Einfaldasta súkkulaðikaka í heimi

Vista Prenta

Ein­fald­asta súkkulaðikaka í heimi

  • 1 dl súkkulaði
  • 1 egg
  • 1 skeið syk­ur
  • 1 kúfuð skeið smjör
  • 3 fros­in hind­ber

Aðferð:

Setjið megnið af súkkulaðinu og smjör í bolla og inn í ör­bylgju­ofn í 60 sek­únd­ur. Hrærið þar til allt er bráðnað. Bætið eggi og sykri við og hrærið. Setjið aft­ur inn í ör­bylgju­ofn­inn í 60 sek­únd­ur.

Setjið af­gang­inn af súkkulaðinu yfir og leyfið að bráðna á heitri kök­unni og skreytið með frosn­um hind­berj­um.

Ylfa Helgadóttir, þjálfari íslenska kokkalandsliðsins og eigandi og yfirkokkur á …
Ylfa Helga­dótt­ir, þjálf­ari ís­lenska kokka­landsliðsins og eig­andi og yfir­kokk­ur á Kop­ar. Krist­inn Magnús­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert