Drauma-desert fyrir gourmet grallara

Snittur að okkar skapi! Með kexbotni, súkkulaði og frosting.
Snittur að okkar skapi! Með kexbotni, súkkulaði og frosting. mbl.is/Alt.dk

Það verður ekki girnilegra en þessar snittur þar sem undirstaðan er kexbotn, súkkulaðifylling og mjúkur frosting líkt og við fáum í kókosbollum.

Kókosbollu-snittur með kexi

  • 100 g mjúkt smjör
  • 75 g sykur
  • 1 dl sjóðandi vatn
  • 3 dl haframjöl
  • 125 g hveiti
  • ½ tsk lyftiduft
  • ½ tsk salt

Súkkulaðifylling:

  • 300 g dökkt súkkulaði
  • 5 dl rjómi

Ofan á:

  • 3 eggjahvítur (af stórum eggjum)
  • 150 g sykur

Aðferð:

  1. Hrærið smjör og sykur vel saman. Hellið vatninu yfir haframjölið í skál og látið taka sig í nokkrar mínútur. Blandið hveiti, lyftidufti og salti við hafragrjónið og smjörblönduna og blandið vel saman. Pakkið deiginu inn í plastfilmu og setjið í kæli í klukkutíma.
  2. Hitið ofninn á 180° á blæstri. Rúllið deiginu á milli bökunarpappírs í ferning, sirka 25x30 cm. Bakið í 15-18 mínútur þar til gullinbrúnt. Leyfið kexbotninum að kólna.
  3. Hakkið súkkulaðið fínt niður. Hitið rjómann upp að suðu og hellið yfir súkkulaðið. Látið standa í nokkrar mínútur. Notið skeið til að búa til litla hringi í miðju massans þannig að súkkulaðið blandist vel við rjómann og blandan verður slétt. Hellið súkkulaðinu yfir kexbotninn og leyfið því að storkna.
  4. Blandið eggjahvítum og sykri í skál yfir vatnsbaði. Þegar sykurinn hefur bráðnað, takið þá skálina af hitanum. Pískið blönduna þar til hún verður alveg stíf (líkt og marengs). Smyrjið súkkulaðikex botninn með kreminu og notið gasbrennara á toppinn (ef vill), svo hann verði gylltur og örlítið brenndur. Það er einnig hægt að setja kökuna á grillið í ofninum í eina mínútu. Leyfið kökunni að kólna áður en hún er skorin niður í snittur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka