Tartalettur ættu að vera oftar á boðstólnum, snilldin sem sá matur er. Í þessari uppskrift er sykur og edik í sósunni sem gefa réttinum einstakt bragð.
Gömlu góðu tartaletturnar með tvisti
- 35 g smjör
- 45 g hveiti
- 1 dós hvítur aspas
- 1 búnt ferskur grænn aspas, skorinn í bita
- 3-4 dl kjúklingasoð
- 1 dl mjólk
- 2 msk. edik (t.d. lager- eða eplaedik)
- 6 tsk. sykur
- Salt og pipar
- 200 g kjúklingur
Aðferð:
- Bræðið smjörið í potti, bætið við hveiti og hrærið vel saman. Kjúklingasoð eða kraftur hellist út í og passið að hræra stöðugt í á meðan.
- Hellið mjólkinni út í og þegar sósan hefur náð góðri þykkt, bætið þá hvíta aspasinum út í. Smakkið til með sykri, ediki, salti og pipar.
- Þegar sósan er tilbúin bætist kjúklingurinn og græni aspasinn út í.
- Hitið tartaletturnar, fyllið með kjúklingasósu og berið fram.
Aspas er undirstaðan í góðum tartalettum.
mbl.is/TheFoodClub