„Í mígandi rigningu og andlegri lægð þýðir stundum ekkert annað en að baka alvöru súkkulaðiköku. Mér finnst súkkulaðikaka ekki vera súkkulaðikaka nema að í henni sé alvöru súkkulaði hvort sem er í kökunni eða kreminu,“ segir meistari Tobba Marínós um þessa afurð sína sem hún kýs að kalla lúxús smáskúffu - hvað sem það nú þýðir.
„Þetta er sum sé lúxús súkkulaði-smáskúffa sem gefur þurru skúffukökunum með grjótharða þunna glassúrnum langt nef. Já æska mín er lituð af lélegum skúffukökum í barnaafmælum þar sem jarðaber í dós þóttu lostæti og kók hentugt handa börnum. En nú er öldin önnur og er þessi elska bæði dúnmjúk og djúsí!“
<section class="recipe-card"><strong>Smá skúffa </strong>
<ul> <li><span>1 bollar hrásykur eða kókossykur</span></li> <li><span>1 bolli hveiti </span></li> <li><span>1/2 bolli ósætt kakó </span></li> <li><span>3/4 tsk lyftiduft </span></li> <li><span>3/4 tsk matarsódi </span></li> <li><span>1/2 tsk salt </span></li> <li><span>1 egg </span></li> <li><span>1/2 bolli mjólk </span></li> <li><span>60 ml olía </span></li> <li><span>1 tsk vaniludropar </span></li> <li><span>1/2 bolli soðið vatn</span></li> </ul><span>Aðferð:</span>
<ol> <li><span>Forhitið ofninn í 175 gráður. </span></li> <li><span>Smyrjið kökumót í stærð 20x20 cm með smjöri eða olíu.</span></li> <li><span>Blandið saman saman sykri, hveiti, kakó, matarsóda, lyftidufti og salti. Hrærið þurrefnunum saman.</span></li> <li><span>Næst fara eggin, mjólk, olían og vanillan saman við. Hrærið þessu vel saman. Að lokum fer vatnið saman við. Deigið verður nokkuð þunnt.</span></li> <li><span>Hellið deiginu í formið og bakið 30 mínútur. Gott er að nota prjón eða tannstöngul til að stinga í kökuna. Hún er tilbúin þegar prjóninn kemur deiglaus út.</span></li> <li><span>Kælið kökuna í 10 mínútur áður en gúmmelaðið er fjarlægð úr mótinu. Látið dúlluna kólna alveg áður en kremið er sett á.</span></li> </ol><b>Súkkulaðikrem </b>
<ul> <li><span>100 g 70 % súkkulaði</span></li> <li><span>1 bolli smjör við stofuhita </span></li> <li><span>2 msk rjómaostur (má sleppa)</span></li> <li><span>1/2 tsk salt </span></li> <li><span>3 msk hreint kakó </span></li> <li><span>2 bollar flórsykur - meira ef þú vilt þykkara krem </span></li> <li><span>1 msk espresso (má sleppa)</span></li> </ul><span>Aðferð:</span>
<ol> <li><span>Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði.</span></li> <li><span>Hrærið smjör og rjómaost saman uns kekkjalaust. </span></li> <li><span>Setjið öll hin innihaldsefnin saman við og hrærið vel. </span></li> <li><span>Bætið við flórsykri ef kremið er ekki nægilega þykkt. </span></li> <li><span>Smyrjið á kökuna og njótið ásamt ískaldri mjólk.</span></li> </ol></section>