Morgunverður nautnaseggsins

Morgunverður sem rífur þig í gang!
Morgunverður sem rífur þig í gang! mbl.is/SpoonForkBacon

Vær­um við ekki öll til í svona kom­bó í morg­un­mat – ristað brauð með bei­koni, eggja­hræru og pestó? Við erum nokkuð viss um að bara ilm­ur­inn myndi draga okk­ur fram úr rúm­inu.

Morgunverður nautnaseggsins

Vista Prenta

Morg­un­verður nautna­seggs­ins (fyr­ir 2)

Pestó:

  • Stórt hvít­lauksrif
  • 2 full­ar msk. hakkaðar val­hnet­ur
  • 120 g fersk basilika
  • ¼ ólífu­olía (meira ef þörf er á)
  • 35 g par­mes­an ost­ur
  • Salt og pip­ar
  • 2 msk. mjúkt smjör
  • 4 stór egg
  • 3 msk. nýmjólk
  • Salt og pip­ar
  • 4 beikonstriml­ar
  • 2 þykk­ar súr­deigs­brauðsneiðar

Aðferð:

  1. Pesto: Setjið hvít­lauk og hnet­ur í mat­vinnslu­vél og hakkið vel í litla bita. Bætið við basiliku og 2 msk. af olíu og haldið áfram að hakka. Bætið þá rest­inni af ólífu­olí­unni við og blandið sam­an. Saltið, piprið og bætið par­mes­an-ost­in­um út í.
  2. Steikið bei­konið á pönnu og leyfið fit­unni að leka af á papp­ír.
  3. Hitið smjör á pönnu. Brjótið egg­in í skál og pískið létti­lega. Hellið eggj­un­um á pönn­una og hrærið í með sleif í 3-5 mín­út­ur. Takið þá pönn­una af hell­unni.
  4. Ristið brauðið og smyrjið. Leggið beikonsneiðar á brauðin og eggja­hrær­una þar ofan á. Saltið, piprið og toppið með pestó.
Þessi kona er greinilega glorsoltin og langar í morgunverð.
Þessi kona er greini­lega glor­solt­in og lang­ar í morg­un­verð. Ljós­mynd / Getty Ima­ges
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert