Pottréttur sem getur ekki klikkað

mbl.is/Einn, tveir og elda

Haustið er hin full­komna árstíð fyr­ir góða og mat­ar­mikla pot­trétti. Þessi hér er það sem kall­ast al­gjör negla enda er hann í senn bragðgóður, vin­sæll, holl­ur og mat­ar­mik­ill. Hann kem­ur úr smiðju Einn, tveir og elda og ætti því ekki að klikka.  

Pottréttur sem getur ekki klikkað

Vista Prenta

Korma-lamba­pot­trétt­ur

Fyr­ir tvo

  • 400 gr. lambag­úllas
  • 165 gr. kó­kos­mjólk 
  • 2 msk. Patak‘s Korma paste 
  • 1 stk. lauk­ur 
  • 1 kjúk­lingakraftsten­ing­ur 
  • 100 gr. svepp­ir 
  • 100 gr. spínat 
  • 100 gr. hrís­grjón (hægt að skipta út fyr­ir meira spínat eða blóm­káls­grjón til að gera rétt­inn LKL-væn­an)

Aðferð:

1. Skerið lauk­inn í bita og hitið 100 ml af vatni í potti ásamt kjúk­lingakraft­in­um.

2. Hitið 2 msk. af ólífu­olíu á pönnu og mýkið lauk­inn á pönn­unni í 1-2 mín­út­ur. Bætið þá kjöt­inu út á og steikið í 5 mín­út­ur til viðbót­ar.

3. Bætið svepp­um og korma mauk­inu út á pönn­una og steikið í 1 mín­útu, bætið þá kó­kos­mjólk­inni og soðinu út á, lækkið hit­ann niður í miðlungs­hita og leyfið þessu að malla í 20-30 mín­út­ur.

4. Hitið 700 ml af vatni í potti að suðu ásamt 1 tsk. af salti. Sjóðið hrís­grjón­in í um það bil 15 mín­út­ur eða þar til full­soðin.

5. Berið lamba­pot­trétt­inn fram á hrís­grjóna­beði með spínatinu, njótið vel!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert