Hrekkjavökukakan 2018

Þessi skilti eru alveg geggjuð en þau eru gerð í …
Þessi skilti eru alveg geggjuð en þau eru gerð í Hlutprenti. mbl.is/Berglind Hreiðars

Það fer að bresta á með hrekkja­vöku en eins og meðvitaðir for­eldr­ar vita þá eru ná­kvæm­lega 29 dag­ar til stefnu (á mínu heim­ili hef­ur verið talið niður í 336 daga). Flest­ir fram­bæri­leg­ir heim­il­is­bak­ar­ar taka af því til­efni fram hræri­vél­ina og skella í eina girni­lega köku. Ekki er verra að mæta með svona sér­merkta og fína eins og hér má sjá en það er Berg­lind Hreiðars á Gotteri.is sem fer hér ham­förum af sinni al­kunnu snilld. 

Þessi kaka ætti að slá í gegn á hverju heim­ili enda fátt betra en hrylli­leg kaka. 

Gotteri og ger­sem­ar er hægt að nálg­ast HÉR.

Berg­lind hef­ur eins og frægt er orðið haldið framúrsk­ar­andi nám­skeið í köku­gerð en næsta nám­skeiðalota er að hefjast og hver að verða síðast­ur til að skrá sig.

Hrekkjavökukakan 2018

Vista Prenta

Hrekkja­vökukakan 2018

Hér er á ferðinni Betty Crocker Devils food cake mix með súkkulaðismjörkremi á milli laga. Ég skipti deig­inu í þrjú 15 cm köku­form og setti vel af súkkulaðikremi á milli botna.

Síðan notaði ég Betty Vanilla frost­ing, 2 dós­ir með um 200 gr. af flór­sykri blandað sam­an við til að grunn­hjúpa fyrst með hvítu og síðan hjúpa aft­ur með hvítu og setja smá svart og app­el­sínu­gult með sem ég dró síðan sam­an við hvíta lit­inn með spaða.

Ég tók smá af hvíta krem­inu og litaði svo tvær dós­ir eiga að duga ykk­ur í verkið.

Ég hef aldrei áður gert svart ganaché en ég notaði 100 gr. af svörtu Can­dy Melts (fæst í Allt í köku) og 60 ml af rjóma.

Rjóm­inn er hitaður að suðu og hellt yfir saxað súkkulaðið og síðan hrært í með gaffli/​písk þar til vel blandað.

Oft þarf bland­an aðeins að fá að kólna og þykkna áður en henni er smurt yfir og lát­in leka niður hliðarn­ar en var­ist þó að bíða of lengi því þá lek­ur hún illa niður.

Gott er að leyfa súkkulaðibráðinni aðeins að taka sig áður en köku­skrauti er stráð yfir og köku­skilti er stungið í hana en skiltið var gert í Hlut­prenti.

Hreinræktuð hryllingskaka.
Hrein­ræktuð hryll­ingskaka. mbl.is/​Berg­lind Hreiðars
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert