Súrdeigsbrauð með einstakri bragðbót

mbl.is/Hanna

Það er ástæða fyr­ir því að súr­deigs­brauð eru jafn­vin­sæl og raun ber vitni. Þau er í senn bráðholl og ein­stak­lega bragðgóð en það er ekki hlaupið að því að baka þau – eða svona þannig því vissu­lega er hægt að ná góðum tök­um á því eins og Hanna hef­ur gert. Til að toppa sig hef­ur Hanna sett sam­visku­sam­lega niður skot­held­ar leiðbein­ing­ar handa okk­ur og því eng­in ástæða til þess að ekki sé hægt að hefja til­rauna­starf­semi í súr­deigs­bakstri.

Mat­ar­bloggið henn­ar Hönnu er hægt að nálg­ast HÉR.

mbl.is/​Hanna

Súrdeigsbrauð með einstakri bragðbót

Vista Prenta

Súr­deigs­brauð með ein­stakri bragðbót

Upp­runi 

Þetta brauð er góð til­breyt­ing frá hefðbundnu súr­deigs­brauði. Það er ör­lít­ill sætu­keim­ur af því sem minn­ir aðeins á sænska limpu.  Eins og venju­lega er ferlið nokkr­ir klukku­tím­ar en ég hef yf­ir­leitt þann hátt­inn á að leggja í brauðið dag­inn áður, þ.e. þegar komið er að hef­ingu 3 set ég deigið í kæl­inn og geymi það til næsta dags. Þá baka ég brauðið.

For­vinna

Súr­deigs­grunn­ur­inn er best­ur ef hann hef­ur verið „mataður“ reglu­lega áður en hann er notaður – þá er mesta lífið í hon­um (sjá súr­deigs­grunn­ur). Gott að taka hann úr kæl­in­um aðeins fyr­ir notk­un (ekki nauðsyn­legt) – best að gera flot­prófið. Eins og kom fram á und­an er sniðugt að ljúka við verk­lýs­ingu að hef­ingu 3 í skrefi 1 og geyma deigið (í skál) í kæli að há­marki í 12 klukku­tíma.

HRÁEFNI

  • 350 g maltöl við stofu­hita
  • 100 g súr­deigs­grunn­ur
  • 400 g hveiti
  • 100 g heil­hveiti
  • 10 g salt
  • 25 g maltöl
  • Svört birki­fræ

VERKLÝSING

Skref 1 – Tíma­lengd: 11 – 20 klukku­stund­ir (hægt að stjórna með því að setja deigið í kæli og hægja á hef­ingu)

  1. Maltöl sett í stóra skál og súr­deigs­grunn­ur sett­ur út í (ath. flot­prófið – sjá Súr­deigs­grunn­ur)
  2. Hveiti og heil­hveiti bætt við og blandað sam­an þar til hrá­efnið hef­ur bland­ast. Sleikja notuð til að hreinsa vel inn­an úr skál­inni og deigið látið standa í 25 – 40 mín­út­ur. Ekki sleppa þess­um hluta – það er mjög mik­il­vægt í bakst­urs­ferl­inu að deigið fái að „jafna“ sig
  3. Salti og 25 g af maltöli hellt út í. Hnoðað sam­an með hönd­un­um í skál­inni – ágætt að bleyta hönd­ina þar sem deigið loðir þá síður við
  4. Deigið sett í frek­ar hátt ílát – mér hef­ur þótt best að nota stórt plastílát með loki (sjá mynd fyr­ir neðan)
  5. Hef­ing 1 – Deigið látið hef­ast í 3 – 4 tíma í könn­unni með klút yfir eða í plástíláti með loki. Gott að láta deigið standa þar sem ekki er trekk­ur – sér­stak­lega ef klút­ur er ein­ung­is notaður
  6. Hef­ing 2 – Eft­ir fyrstu hef­ingu er hönd­in notuð – gott að bleyta hana með vatni (þá loðir deigið síður við) Ílát­inu snúið við og deigið látið falla á hönd­ina og svo aft­ur látið falla ofan í ílátið (sjá mynd)  – þetta er end­ur­tekið tvisvar. Svo er þetta er end­ur­tekið á 30 mín­útna fresti í 2 – 3 tíma (hérna svindla ég stund­um…læt líða mis­langt á milli). Á þriðja klukku­tím­an­um er betra að vera mjúk­hent­ur til að brauðið missi ekki loft­leik­ann.
  7. Nú er deig­inu hellt úr skál­inni/​könn­unni og sett á hreina borðplötu – forðast að nota mikið hveiti – bara aðeins til að hálpa við að móta kúl­una. Gott að nota brauðsköfu við það (ekki nauðsyn­legt). Eft­ir að kúla hef­ur verið mótuð er deig­inu leyft að „jafna“ sig í 20 – 30 mín­út­ur. Á meðan flest kúl­an aðeins út
  8. Þá hefst þrílaga­skipt­ing­in sem er mikið notuð við súr­deigs­bakst­ur. Teygt á kúl­unni með fingr­un­um til beggja hliða þannig að fer­hyrn­ing­ur mynd­ast
  9. Fer­hyrn­ing­ur­inn er lagður sam­an þre­fald­ur – sjá mynd að neðan
  10. Þegar deigið er orðið þrílaga er aft­ur brotið í þrennt – sjá mynd að neðan
  11. Þá er togað í aðra opnu hliðina og velt yfir á hina – lokað og þrýst á með fingr­um. Má end­ur­taka á hinni hliðinni – sjá mynd. Þannig mynd­ast brauðkúla aft­ur
  12. Kúl­an mótuð bet­ur – vel af heil­hveit­isigti (½ hveiti og ½ heil­hveiti – sigtað sam­an) stráð ofan í brauðkörfu með klút í
  13. Deigið tekið var­lega upp með brauðsköfu og lagt ofan í körf­una – pakkað inn í klút­inn
  14. Hef­ing 3 – Deigið látið hef­ast í 3 – 4 tíma – einnig er hægt að setja körf­una í kæli og geyma í 8 -12 tíma (þá hæg­ist á hef­ing­unni)

Skref 2

  1. Mér finnst best að baka brauðið í potti með loki (stálpotti, leirpotti eða ein­hverju sem þolir hita). Pott­ur sett­ur tóm­ur í kald­an ofn­inn (með lok­inu á) og ofn­inn hitaður í 250°C (yfir- og und­ir­hiti)
  2. Á meðan ofn­inn hitn­ar er gott að taka til dúka­hníf eða beitt rakvél­ar­blað, hveit­isigti og ofn­hanska
  3. Þegar ofn­inn er orðinn heit­ur er pott­ur­inn tek­inn út og hveiti sigtað yfir deigið. Deig­inu er hvolft var­lega ofan í pott­inn
  4. Dúka­hníf­ur notaður til að skera munst­ur ofan á brauðið – það þarf að skera nokkuð djúpt u.þ.b. 5 cm til að fá sýni­legt munst­ur. Svört­um birki­fræj­um stráð yfir.
  5. Lokið sett á pott­inn og hann sett­ur aft­ur í ofn­inn – bakað í 20 mín­út­ur
  6. Eft­ir 20 mín­út­ur er hit­inn lækkaður í 225°C, lokið tekið af og pott­ur­inn lát­inn vera í miðjum ofn­in­um
  7. Bakað í 20 – 25 mín­út­ur. Smekks­atriði hve dökkt brauðið á að vera
  8. Brauðið látið kólna á grind

Ef ekki er pott­ur við hönd­ina til að baka brauðið í – sjá mynd að neðan

  1. Setja vatn í hitaþolna skál (þá kem­ur meiri skorpa á brauðið) og setja hana í ofn­inn þegar hann er kald­ur – ofn­inn hitaður í 250°C
  2. Þegar ofn­inn er orðinn heit­ur er deig­inu hvolft var­lega á ofn­grind/​skúffu með bök­un­ar­papp­ír á og munst­ur skorið
  3. Brauðið bakað í 20 mín­út­ur á 250°C neðarlega í ofn­in­um. Hit­inn lækkaður í 225°C og bakað áfram í 20 – 25 mín­út­ur (fylgj­ast áfram með að brauðið verði ekki of dökkt – ef hætta er á því má setja álp­app­ír yfir það). Brauðið látið kólna á grind

Geymsla

Súr­deigs­brauð er best nýbakað en líka gott dag­inn eft­ir. Það er al­veg upp­lagt að rista nokk­urra daga gam­alt súr­deigs­brauð annaðhvort í brauðrist eða á pönnu. Brauðið má frysta.

mbl.is/​Hanna
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert