Þess vegna eru snakkpokar hálffullir

Það er komin útskýring á því af hverju snakkpokar eru …
Það er komin útskýring á því af hverju snakkpokar eru hálffullir af lofti. mbl.is/Pinterest

Eflaust hafa margir velt því fyrir sér af hverju snakkpokar eru bara fylltir til hálfs af snakki og til hálfs af lofti – en ekki úttroðnir af brakandi flögum. Og það er mjög góð ástæða fyrir því! Ástæðan fyrir hálffullum pokum er til að verja snakkið frá því það ferðast úr verksmiðjunni, í næsta stórmarkað, þaðan í búðarkerruna og yfir í matarpokann á leiðinni heim í sófann og kósíkvöldið.

Flögupokarnir eru fylltir með köfnunarefni en ekki lofti því þá myndu flögurnar verða hálfseigar með tímanum. Eitt er víst að það er ákveðin ánægjutilfinning að heyra „púffið“ þegar pokinn er opnaður – hálffullur.

Það jafnast ekkert á við kósíkvöld með brakandi flögum.
Það jafnast ekkert á við kósíkvöld með brakandi flögum. mbl.is/Alison Miksch
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka