Fjölskyldubomba Berglindar

Þetta er nánast Guð blessi Ísland kaka.
Þetta er nánast Guð blessi Ísland kaka. mbl.is/Berglind Hreiðars

Þessi kaka ætti að vera á hverju veislu­borði. Hér er um að ræða sam­ein­ing­ar­tákn þjóðar­inn­ar: allt það sem við elsk­um heit­ast þegar kem­ur að kök­um. Um það þarf eng­ar frek­ari umræður - njóti vel!

Kak­an heit­ir Fjöskyldu­bomba Berg­lind­ar enda kem­ur hún úr smiðju Berg­ind­ar Hreiðars á Gotteri.is sem ákvað að baka hana fyr­ir fjöl­skyld­una á dög­un­um. Púður­syk­ur­mar­engs­inn er upp­skrift frá pabba henn­ar og að sögn Berg­lind­ar er þetta besti mar­engs í heimi 

Fjölskyldubomba Berglindar

Vista Prenta

Fjöl­skyldu­bomba Berg­lind­ar

Botn og mar­eng­stopp­ar

  • 5 eggja­hvít­ur
  • 5 dl púður­syk­ur

Topp­ur

  • 600 ml rjómi
  • Þrist­ur 10 stk mini (í pok­un­um)
  • 3 x kó­kos­boll­ur (hver skor­in í 3 bita)
  • 10 mar­eng­stopp­ar
  • 250 gr jarðaber
  • 125 gr blá­ber

Lakk­ríssósa

  • 10 stk lakk­rísk­ara­mell­ur frá Kara­mel Kompagniet (fást í Dimm net­versl­un)
  • 3 msk rjómi

Aðferð:

  1. Byrjið á því að baka botn og mar­eng­stoppa (þetta má al­veg gera nokkr­um dög­um fyrr). Þeytið sam­an eggja­hvít­ur og púður­syk­ur þar til topp­arn­ir verða stíf­ir og halda lög­un sinni.
  2. Setjið nokkr­ar sleif­ar af blönd­unni í sprautu­poka með hring­laga stút um 1,5 cm í þver­mál fyr­ir topp­ana. Teiknið hring um 25-30 cm í þver­mál á bök­un­ar­papp­ír (á bök­un­ar­plötu) fyr­ir botn­inn og smyrjið rest­inni af mar­engs­in­um jafnt í hring.
  3. Bakið við 140°C, topp­ana í 40 mín­út­ur en botn­inn áfram í 20 mín til viðbót­ar (sam­tals í klukku­stund) og kælið al­veg.
  4. Þeytið rjómann og smyrjið yfir mar­engs­botn­inn. Skerið þrist og kó­kos­boll­ur niður og raðið ofan á rjómann ásamt jarðaberj­um, blá­berj­um og mar­eng­stopp­um.
  5. Bræðið sam­an lakk­rísk­ara­mell­ur og rjóma við væg­an hita þar til þykk lakk­ríssósa mynd­ast.
  6. Leyfið hit­an­um að rjúka aðeins úr og setjið vel af sósu yfir allt sam­an.
mbl.is/​Berg­lind Hreiðars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert