Pönnukökur sem óhætt er að borða mikið af

Réttið okkur alla skálina – við erum tilbúnar að taka …
Réttið okkur alla skálina – við erum tilbúnar að taka við. mbl.is/Frederikke Wærens

Þú ert alltaf vin­sæli aðil­inn á heim­il­inu ef þú hend­ir í pönnu­kök­ur um helg­ar – það er bara staðreynd. Er þá ekki upp­lagt að út­búa slík­ar sem eru ekki bara bragðgóðar held­ur líka í holl­ari kant­in­um, þá hef­ur maður góða ástæðu til að láta ekki bara eina eða tvær duga.

Pönnukökur sem óhætt er að borða mikið af

Vista Prenta

Pönnu­kök­ur sem má borða mikið af (4 litl­ar)

  • 2 egg
  • ½ ban­ani
  • ½ tsk. kanill
  • ½ tsk. vanillu­syk­ur
  • 2 msk. haframjöl
  • 1 msk. heil­hveiti (má sleppa)
  • ½ tsk. lyfti­duft
  • 2 tsk. chia­fræ
  • Salt á hnífsoddi
  • Kó­kosol­ía til að steikja upp úr

Aðferð:

  1. Setjið öll hrá­efn­in í bland­ara. Hitið pönnu á meðal­hita með kó­kosol­í­unni og bakið pönnu­kök­urn­ar í 2 mín­út­ur á hvorri hlið.
  2. Berið strax fram með t.d. skyri, ávöxt­um, sultu eða hnet­um.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert