Pönnukökur sem óhætt er að borða mikið af

Réttið okkur alla skálina – við erum tilbúnar að taka …
Réttið okkur alla skálina – við erum tilbúnar að taka við. mbl.is/Frederikke Wærens

Þú ert alltaf vinsæli aðilinn á heimilinu ef þú hendir í pönnukökur um helgar – það er bara staðreynd. Er þá ekki upplagt að útbúa slíkar sem eru ekki bara bragðgóðar heldur líka í hollari kantinum, þá hefur maður góða ástæðu til að láta ekki bara eina eða tvær duga.

Pönnukökur sem má borða mikið af (4 litlar)

  • 2 egg
  • ½ banani
  • ½ tsk. kanill
  • ½ tsk. vanillusykur
  • 2 msk. haframjöl
  • 1 msk. heilhveiti (má sleppa)
  • ½ tsk. lyftiduft
  • 2 tsk. chiafræ
  • Salt á hnífsoddi
  • Kókosolía til að steikja upp úr

Aðferð:

  1. Setjið öll hráefnin í blandara. Hitið pönnu á meðalhita með kókosolíunni og bakið pönnukökurnar í 2 mínútur á hvorri hlið.
  2. Berið strax fram með t.d. skyri, ávöxtum, sultu eða hnetum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka