Þú ert alltaf vinsæli aðilinn á heimilinu ef þú hendir í pönnukökur um helgar – það er bara staðreynd. Er þá ekki upplagt að útbúa slíkar sem eru ekki bara bragðgóðar heldur líka í hollari kantinum, þá hefur maður góða ástæðu til að láta ekki bara eina eða tvær duga.
Pönnukökur sem óhætt er að borða mikið af
Pönnukökur sem má borða mikið af (4 litlar)
- 2 egg
- ½ banani
- ½ tsk. kanill
- ½ tsk. vanillusykur
- 2 msk. haframjöl
- 1 msk. heilhveiti (má sleppa)
- ½ tsk. lyftiduft
- 2 tsk. chiafræ
- Salt á hnífsoddi
- Kókosolía til að steikja upp úr
Aðferð:
- Setjið öll hráefnin í blandara. Hitið pönnu á meðalhita með kókosolíunni og bakið pönnukökurnar í 2 mínútur á hvorri hlið.
- Berið strax fram með t.d. skyri, ávöxtum, sultu eða hnetum.