Brauðbollurnar sem aldrei klikka

Það er einfalt og gott að henda í brauðbollur sem …
Það er einfalt og gott að henda í brauðbollur sem metta marga munna í einu. mbl.is/Mette Blomsterberg

Það er svo geggjað að fá nýbakaðar bollur um helgar, sama hvað tímanum líður. Heitar brauðbollur með öllum þeim áleggjum sem hugurinn girnist – eða bara smjöri og osti sem smakkast oftast langbest.

Klassíska brauðbollu-uppskriftin (12 stk.)

  • 25 g ger
  • 2,5 dl mjólk
  • 1 tsk. salt
  • 50 g sykur
  • 2 tsk. mulin kardimomma
  • 2 egg, stór
  • 600 g hveiti
  • 75 g mjúkt smjör

Aðferð:

  1. Setjið gerið í skál og hellið heitri (40°) mjólkinni yfir. Bætið við salti, sykri, kardimommu, eggjum næstum öllu hveitinu (skiljið smávegis eftir).
  2. Hnoðið deigið í hrærivél í 10 mínútur á styrkleika 2, ekki á fullum krafti. Lækkið síðan niður um einn og bætið við smjöri þar til allt vel blandað. Bætið við hveiti en leyfið því að vera pínu klístrað, alls ekki of þurrt.
  3. Leyfið deiginu að hvíla í 20 mínútur á borði og stráið hveiti undir. Skiptið síðan deiginu upp í
  4. 12 bita og mótið í litlar bollur. 
  5. Smyrjið form eða eldfast mót með smjöri eða bökunarspreyi.
  6. Leggið bollurnar í mótið í beinar raðir þannig að það passi sem best – 3x4 stk. Bollurnar þurfa að liggja nálægt hver annari en ekki snerta hver aðra.
  7. Setjið klút yfir formið með bollunum og leyfið þeim að taka sig í klukkutíma, þá eiga þær að hafa stækkað og eru „samvaxnar“.
  8. Bakið við 190° í sirka 20 mínútur eða þar til þær eru orðnar gylltar.
  9. Leyfið bollunum að standa í 10 mínútur áður en þær eru teknar úr forminu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert