Það er svo geggjað að fá nýbakaðar bollur um helgar, sama hvað tímanum líður. Heitar brauðbollur með öllum þeim áleggjum sem hugurinn girnist – eða bara smjöri og osti sem smakkast oftast langbest.
Klassíska brauðbollu-uppskriftin (12 stk.)
- 25 g ger
- 2,5 dl mjólk
- 1 tsk. salt
- 50 g sykur
- 2 tsk. mulin kardimomma
- 2 egg, stór
- 600 g hveiti
- 75 g mjúkt smjör
Aðferð:
- Setjið gerið í skál og hellið heitri (40°) mjólkinni yfir. Bætið við salti, sykri, kardimommu, eggjum næstum öllu hveitinu (skiljið smávegis eftir).
- Hnoðið deigið í hrærivél í 10 mínútur á styrkleika 2, ekki á fullum krafti. Lækkið síðan niður um einn og bætið við smjöri þar til allt vel blandað. Bætið við hveiti en leyfið því að vera pínu klístrað, alls ekki of þurrt.
- Leyfið deiginu að hvíla í 20 mínútur á borði og stráið hveiti undir. Skiptið síðan deiginu upp í
- 12 bita og mótið í litlar bollur.
- Smyrjið form eða eldfast mót með smjöri eða bökunarspreyi.
- Leggið bollurnar í mótið í beinar raðir þannig að það passi sem best – 3x4 stk. Bollurnar þurfa að liggja nálægt hver annari en ekki snerta hver aðra.
- Setjið klút yfir formið með bollunum og leyfið þeim að taka sig í klukkutíma, þá eiga þær að hafa stækkað og eru „samvaxnar“.
- Bakið við 190° í sirka 20 mínútur eða þar til þær eru orðnar gylltar.
- Leyfið bollunum að standa í 10 mínútur áður en þær eru teknar úr forminu.