Besta leiðin til að skera granatepli

Það getur vafist fyrir mörgum að skera granatepli – en …
Það getur vafist fyrir mörgum að skera granatepli – en það þarf ekki að vera flókin aðgerð. mbl.is/healthline.com

Granatepli eða pomegrana­te er einn af þeim ávöxt­um sem maður þarf al­veg að setja sig í stell­ing­ar til að opna. Saf­inn á það til að spýt­ast í all­ar átt­ir svo það ligg­ur við að svunt­an sé ómiss­andi í þessa aðgerð. Ávöxt­inn má flokka sem súper­fæðu því í hon­um er meira af andoxun­ar­efn­um en nokkr­um öðrum ávöxt­um, hann held­ur húðinni ung­legri, ver hjartað og styrk­ir bein­in.

Byrjið á því að skera „blómið“ úr.
Byrjið á því að skera „blómið“ úr. mbl.is/​Par­ker Feier­bach
Skerið frá toppi og niður eftir ávextinum og passið að …
Skerið frá toppi og niður eft­ir ávext­in­um og passið að skera ekki of djúpt því ann­ars miss­ir þú all­an saf­ann út. mbl.is/​Par­ker Feier­bach
Takið granateplið varlega í sundur og fjarlægið hvern bát eins …
Takið granateplið var­lega í sund­ur og fjar­lægið hvern bát eins og með app­el­sín­ur. mbl.is/​Par­ker Feier­bach
Núna er leikur einn að fjarlægja litlu sætu belgina úr …
Núna er leik­ur einn að fjar­lægja litlu sætu belg­ina úr epl­inu og setja í skál. mbl.is/​Par­ker Feier­bach
Og þá er það besti hlutinn af ferlinu – borða …
Og þá er það besti hlut­inn af ferl­inu – borða og njóta! mbl.is/​Par­ker Feier­bach
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert