Nautasteik að hætti Marco Pierre White

mbl.is/Ragnar Freyr Ingvarsson

Marco Pier­re White er með merki­legri mat­reiðslu­mönn­um ver­ald­ar og er saga hans sér­lega áhuga­verð. Jafn­framt kunni hann að elda bet­ur en flest­ir og því er þessi upp­skrift gæðavottuð í gegn ef svo má að orði kom­ast. 

Lækn­ir­inn el­hús­inu - Ragn­ar Freyr Ingvars­son á heiður­inn að þess­ari eld­un en hann seg­ist vera mikið að stúd­era Pier­re White þessa dag­ana og hafi gam­an að. 

Nán­ar má lesa um Ragn­ar og Marco Pier­re White HÉR.

Nautasteik að hætti Marco Pierre White

Vista Prenta

Snögg­steikt­ar nauta­steik­ur að hætti Marco Pier­re White í græn­pip­arsósu með ofn­bökuðum kart­öfl­um og fersku sal­ati

Þetta telst seint vera merki­leg elda­mennska - en þar sem þetta heppnaðist vel þá fannst mér skemmti­legt að greina frá því. 

Svo má jafn­framt benda á að ég er ekki talsmaður Knorr - maður má nota hvaða kraft sem er, frá hvaða merki sem er! Þetta var bara það sem ég átti til í skúff­unni. 

Hrá­efna­listi fyr­ir 6 

  • 6 steik­ur (200-250g)
  • 3 msk jóm­frúarol­ía
  • 2 kjöt­kraftsten­ing­ar 
  • pip­ar
  • smjör til steik­ing­ar

Fyr­ir sós­una

  • 4 msk Worchesters­hire sósa
  • 400 ml rjómi
  • 3 msk þurrkuð græn pip­ar­korn
  • salt og pip­ar eft­ir smekk

Kart­öfl­ur

  • 4 msk hvít­lauk­sol­ía
  • ferskt timj­an
  • salt og pip­ar

Blanda af ís­lensku græn­meti

Aðferð:

  1. Ég notaði sum­sé venju­leg­an nauta­ten­ing.
  2. Og maukaði hann vel niður í jóm­frúarol­íu með fingr­un­um.
  3. Svo var nautakrafts­mauk­inu bara nuddað vand­lega inn í kjötið. 
  4. Næst var að steikja kjötið að utan í nógu af smjöri þangað til að það var fal­lega kar­melliserað á hvorri hlið. Ég steikti í tæp­ar 2 mín­út­ur á hvorri hlið og setti svo steik­urn­ar til hliðar á meðan ég út­bjó sós­una.
  5. Og þetta er með al­ein­föld­ustu sós­um sem ég hef gert! Hellti Worchesters­hiresós­unni á pönn­una og sauð upp og svo niður um helm­ing. 
  6. Næst, nóg af rjóma - sem var líka lát­in krauma og sjóða niður um þriðjung. 
  7. Svo var bara að bæta græn­um pip­ar­korn­um sam­an við og láta krauma í tvær til þrjár mín­út­ur í viðbót.
  8. Svo var lítið annað að gera en að koma steik­un­um fyr­ir og bera á borð fyr­ir svanga gesti.
  9. Við höfðum auðvitað byrjað á kart­öfl­un­um. Fyrst skorn­ar niður í helm­inga, velt upp úr hvít­laukol­íu og svo bragðbætt­ar með salti, pip­ar og fersku timj­an. Bakað í for­hituðum 180 gráðu heit­um ofni í 45 mín­út­ur.
  10. Sal­atið var held­ur ekki flókið, enda þarf það ekk­ert að vera það. Bara að raða fersku ís­lensku græn­meti ofan á fersk sal­at­blöð sem búið er að skola. Smá feta­ost­ur til að lyfta því upp og gefa aðra áferð.
mbl.is/​Ragn­ar Freyr Ingvars­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert