Súkkalaðikaka með blautri miðju

mbl.is/Eva Laufey

Góð súkkulaðikaka stend­ur ætíð fyr­ir sínu - ekki síst ef höf­und­ur henn­ar er sjálf Eva Lauf­ey. Þessi upp­skrifti ætti því eng­an að svíkja.

Súkkalaðikaka með blautri miðju

Vista Prenta

Súkka­laðikaka með blautri miðju

  • 6 kök­ur
  • 120 g smjör
  • 200 g súkkulaði (ég notaði suðusúkkulaði)
  • 30 g hveiti
  • 60 g flór­syk­ur
  • salt á hnífsoddi
  • 2 eggj­ar­auður
  • 2 egg

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 210°C
  2. Smyrjið lít­il form mjög vel.
  3. Bræðið smjör og saxið súkkulaði smátt, bætið súkkulaðinu sam­an við og bræðið við væg­an hita.
  4. Sigtið sam­an þur­refni.
  5. Pískið egg og eggj­ar­auður sam­an í ann­arri skál.
  6. Hellið eggja­blönd­unni sam­an við hveiti­blönd­una og hrærið.
  7. Næsta skref er að hella deig­inu út í skál með bræddu súkkulaði og hræra öllu mjög vel sam­an.
    Skiptið deig­inu niður í form og bakið við 210°C í 10 – 12 mín­út­ur. (ég bakaði mín­ar í ná­kvæm­lega 12 mín­út­ur og þær voru full­komn­ar)

*Ofn­ar eru mjög mis­jafn­ir og mögu­lega þurfið þið aðeins minni eða meiri bakst­urs­tíma, þið finnið það best sjálf. Ef þið viljið æfa ykk­ur þá mæli ég með því að baka eina köku í einu, en með því getið þið fundið út hvaða tími sé best­ur í ykk­ar ofni.

mbl.is/​Eva Lauf­ey
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert