Blóðug augu vinsæl þessa dagana

Blóðug augu eru fullkominn munnbiti.
Blóðug augu eru fullkominn munnbiti. mbl.is/Taste of Home

Halloween hef­ur tekið mikl­um vin­sæld­um hér á landi í gegn­um árin. Þessi dag­ur er hald­inn hátíðleg­ur í Banda­ríkj­un­um af börn­um og ekki síst full­orðnum. Það er mikið lagt í skreyt­ing­ar við hús­in og flest­ir bjóða upp á ein­hvers kon­ar „hryll­ing“ til að maula á. Hér kem­ur upp­skrift að blóðugum aug­um fyr­ir þá sem taka þessa hefð alla leið.

Blóðug augu vinsæl þessa dagana

Vista Prenta

Blóðug augu (12 stykki)

  • 2 boll­ar flór­syk­ur, sigtaður
  • ½  bolli mjúkt hnetu­smjör
  • 3 msk. mjúkt smjör
  • Hvítt súkkulaði
  • 24 súkkulaðidrop­ar eða M&M´s
  • 1 msk. vatn
  • Rauður mat­ar­lit­ur

Aðferð:

  1. Setjið 1 bolla af flór­sykri, hnetu­smjör og smjör í ílát. Mótið í litl­ar kúl­ur og setjið á smjörpapp­ír og í kæli í 30 mín­út­ur.
  2. Bræðið hvíta súkkulaðið und­ir vatnsbaði og dýfið kúl­un­um út í. Setjið litla súkkulaðihnapp­ana strax á kúl­urn­ar sem augu og leyfið súkkulaðinu að harðna í sirka 30 mín­út­ur.
  3. Blandið sam­an vatni og mat­ar­lit í rest­ina af flór­sykr­in­um. Setjið í sprautu­poka og klippið lítið gat fremst á pok­ann. Skreytið súkkulaðikúl­urn­ar eins og lek­andi blóð og berið fram í næsta par­tíi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert