Sturlaðar staðreyndir um banana

mbl.is/Pinterest

Ban­an­ar, þess­ir litlu gulu ávext­ir sem eru svo þægi­leg­ir að grípa með á hlaup­um – eru í raun al­veg stór­merki­leg­ir. Við tók­um sam­an nokkr­ar staðreynd­ir um ban­ana sem all­ir ættu að vita.

  • Viss­ir þú að vatns­magnið í ban­ön­um er 75%?
  • Viss­ir þú að ban­an­ar eru í raun græn­ir og rauðir? Þess­ir gulu sem við kaup­um í búðunum eru af­brigði frá hinum sem var upp­götvað árið 1836.
  • Viss­ir þú að rann­sókn­ir úti í hinum stóra heimi segja að kona sem er að reyna að eign­ast barn og borðar mikið af ban­ön­um, auki lík­urn­ar á því að eign­ast dreng?
  • Viss­ir þú að ban­an­ar eru ræktaðir í meira en 100 lönd­um út um all­an heim?
  • Viss­ir þú að í Kali­forn­íu finn­ur þú ban­ana­safn sem inni­held­ur 170 þúsund mis­mun­andi hluti um ban­ana?
  • Viss­ir þú að ban­ana­tré eru í raun hæsta jurt heims sem get­ur náð allt að 20 m hæð?
  • Viss­ir þú að ávöxt­ur­inn er einn sá vin­sæl­asti og mesti seldi í stór­mörkuðum?
  • Viss­ir þú að þess­ir gulu bát­ar eru sagðir vinna á streitu­ein­kenn­um – svo ban­ani á dag kem­ur skap­inu í lag.
  • Viss­ir þú að ban­an­ar inni­halda enga fitu né kó­lestról en eru rík­ir af C víta­míni og B6?
  • Viss­ir þú að eitt ban­ana­búnt er kallað „hönd“ á meðan stak­ur ban­ani er kallaður „fing­ur“, merki­legt nokk?  
  • Og að lok­um eru ban­an­ar frá­bær­ir við þynnku – eitt­hvað sem er vert að prófa.
Bananar eiga að vinna á þynnku – sjálfsagt eitthvað sem …
Ban­an­ar eiga að vinna á þynnku – sjálfsagt eitt­hvað sem þarf að sann­reyna. Getty ima­ges
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert