Sesamkjúklingur sem þú munt elska

Sesamkjúlli með grænmeti er hin fullkomna haustmáltíð.
Sesamkjúlli með grænmeti er hin fullkomna haustmáltíð. mbl.is/HowSweetEats

Hinn fullkomni haustkjúklingur heilsar hér með sesamfræjum og engifer. Ekkert gleður kokkinn meira á heimilinu, en réttur sem allir munu elska, stórir sem smáir.

Sesamkjúklingur sem þú munt elska (fyrir 2-4)

  • 1½ tsk. sesamolía
  • 500 g úrbeinuð kjúklingalæri
  • Salt og pipar
  • 3 gulrætur, skornar í strimla
  • 1 rauð papríka, skorin í strimla
  • 2/3 bolli sykurbaunir
  • 3 msk. sojasósa
  • 2 msk. chili hítlaukssósa
  • 1 msk. hrísgrjónaedik
  • 1 msk. hunang
  • 1 tsk. engifer, rifið niður
  • 1 hvítlauksrif, smátt skorið
  • 1 msk. ristuð sesamfræ

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 210°.
  2. Takið fram pönnu sem þolir að fara inn í ofn. Hitið olíu á pönnu og brúnið kjúklinginn á pönnunni í 1-2 mínútur á hvorri hlið, saltið og piprið. Takið kjúklinginn af pönnunni og leggið á disk.
  3. Setjið niðurskornar gulrætur, papriku og baunirnar á pönnuna í 5-6 mínútur og blandið vel saman. Slökkvið þá undir hitanum og leggið kjúklinginn ofan á grænmetið á pönnunni.
  4. Pískið saman í skál sojasósu, chili-hvítlaukssósu, ediki, hunangi, engifer og hvítlauk. Hellið blöndunni yfir kjúklinginn og grænmetið og stráið sesamfræjum yfir.
  5. Setjið pönnuna inn í ofn í 15-20 mínútur eða þar til kjúklingurinn er tilbúinn og sósan orðin þykk.
  6. Berið fram með hrísgrjónum, salati eða brauði.
mbl.is/HowSweetEats
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert