Ómótstæðileg föstudagspítsa

Hér gefur að líta föstudagspítsu sem ætti engan að svíkja enda er hún eins ítölsk og þær geta framast orðið. Fullkomin á föstudegi sem þessum...

Pestó pizza

  • pizzadeig
  • Sacla pestó
  • Mosarella ostur
  • Sacla tómatar með ólífum
  • ferskt basil
  • parmesan ostur
  • Hvítlauksolía

Hvítlauksolía:

  1. 1dl ólífuolía
  2. Pressuð hvítlauksrif (2-4 stk)

Aðferð:

  1. Stillið ofninn á 220ºC
  2. Smyrjið pestói á útflatt pizzadeigið.
  3. Skerið mosarella ostinn í sneiðar og dreifið yfir pizzuna ásamt tómötum og ólífum, bakið inn í ofni þar til pizzabotninn er bakaður í gegn (mismunandi eftir því hvaða deig er notað)
  4. Dreifið fersku basil yfir pizzuna ásamt parmesan osti og hvítlauksolíu
mbl.is/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert