Bounty tertan sem sigraði eftirréttakeppnina

Þessi snilld­ar terta hef­ur til að bera flest það sem góða köku þarf að prýða. Enda sigraði hún eft­ir­rétta­keppni Nettó og Mat­ar­vefs­ins og er vel að því kom­in.

Það er Telma Matth­ías­dótt­ir sem á heiður­inn að kök­unni en hún er mik­ill sæl­keri sem veit fátt betra en að borða. Hún sér­hæf­ir sig í hollu fæði og við fáum að njóta góðs af.

Bounty tertan sem sigraði eftirréttakeppnina

Vista Prenta

Bounty terta

Botn­inn:

  • 440 svart­ar baun­ir úr dós ( 2 dós­ir, skola baun­irn­ar í sigti)
  • 1/​2 bolli haframjöl
  • 3 msk kakó­duft
  • 1/​3 bolli syk­ur­laust síróp eða aga­ve síróp
  • 1/​2 tsk lyfti­duft
  • 1/​4 bolli kó­kosol­ía
  • 2 tsk vanillu­drop­ar

Allt sett í mat­vinnslu­vél eða mix­ara og þeytt vel sam­an.

Hellt í hring­laga smellu­form ( mitt er millistærð úr IKEA )

Bakað við 180°C í kring­um 15 min - fer eft­ir form­inu, ekki baka of lengi

Kó­kos­mass­inn

  • 220gr rjóm­inn úr einni dós af kó­kos­mjólk
  • 40 gr kó­kosol­ía
  • 60 gr syk­ur­laust síróp eða aga­ve síróp

-Hitið að suðu í potti og hrærið stöðugt í á meðan, slökkvið á hell­unni um leið og suðan kem­ur upp.

Bætið þá við: 200 gr kó­kos­mjöli og hellið yfir botn­inn og kælið

Súkkulaðihjúp­ur­inn

  • ½ bolli kó­kosol­ía
  • ½ bolli kakó
  • ¼ bolli syk­ur­laust síróp eða aga­ve síróp
  • Ögn af salti
  • 2 tsk mintu­drop­ar eða vanillu­drop­ar

Bræðið allt í potti og hellið í glas og leyfið því að kólna

Hellið svo yfir kök­un í þrem­ur lög­um, frystið á milli

Geym­ist í kæli

mbl.is/
Telma Matthíasdóttir, sælkeri með meiru.
Telma Matth­ías­dótt­ir, sæl­keri með meiru. mbl.is/​aðsend mynd
mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert