Ómótstæðileg eggjabaka eins og Ítalir elska

Það gerist ekki betra en þessi ommeletta með brokkolí.
Það gerist ekki betra en þessi ommeletta með brokkolí. mbl.is/TasteOfHome

Vilj­um við ekki öll hljóma eins og við vit­um ná­kvæm­lega hvað við erum að gera í eld­hús­inu. Það má vel stæra sig á þess­ari omm­elettu með brok­kolí, svona al­veg eins og Ítal­irn­ir gera þær.

Ómótstæðileg eggjabaka eins og Ítalir elska

Vista Prenta

Brok­kolíbaka á ít­alska vísu

  • 2½ bolli brok­kolí
  • 6 stór egg
  • ¼ bolli mjólk
  • ½ tsk. salt
  • ¼ tsk. pip­ar
  • 1/​3 bolli par­mes­an
  • 1/​3 bolli ólíf­ur, skorn­ar í bita
  • 1 msk. ólífu­olía

Aðferð:

  1. Takið fram pott og sjóðið brok­kolí í litlu vatni þar til mjúkt.
  2. Setjið egg, mjólk, salt og pip­ar í skál og pískið sam­an. Bætið við soðnu brok­kolí­inu, ost­in­um og ólíf­un­um.
  3. Hitið pönnu (sem þolir líka að fara inn í ofn) á meðal hita og hellið eggja­blönd­unni út á. Eldið á pönn­unni í 4-6 mín­út­ur, eða þar til egg­in eru næst­um því til­bú­in.
  4. Setjið pönn­una inn í ofn á grill í 2-4 mín­út­ur eða þar til egg­in eru til­bú­in. Látið standa í 5 mín­út­ur og skerið þá í sneiðar. Stráið nýrifn­um par­mes­an-osti yfir og jafn­vel stein­selju.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert