Tortilla pizza sem slær í gegn

Ljúffeng pizza með bollum og rifnum cheddarosti.
Ljúffeng pizza með bollum og rifnum cheddarosti. mbl.is/Chris Tonnesen

Þessi pizza er svo ljúf­feng að þú munt gera hana aft­ur og aft­ur. Í raun má nota hvað sem er á svo­kallaðar tortilla pizz­ur sem eru öðru­vísi nálg­un á hinar klass­ísku brauðpizz­ur.

Tortilla pizza sem slær í gegn

Vista Prenta

Tortilla pizza með boll­um og chedd­ar (fyr­ir 4)

  • 4 dl sýrður rjómi
  • 2 stór hvít­lauksrif
  • Salt og pip­ar
  • 200 g nauta­hakk
  • 10 jalapenjó
  • 100 g chedd­ar ost­ur, rif­inn
  • 4 tortilla kök­ur
  • ½ lauk­ur, skor­inn í hringi
  • ¼ ice­berg sal­at
  • Kórí­and­er og jafn­vel púrr­lauk­ur

Aðferð:

  1. Blandið sýrðum rjóma við pressaðan hvít­lauk og púrr­lauk. Smakkið til með salti og pip­ar.
  2. Blandið nauta­hakki sam­an við salt, pip­ar og gróf­hakkað jalapenjó (geymið smá­veg­is af jalapenjó­inu þar til seinna). Formið hakkið í litl­ar kjöt­boll­ur og steikið á pönnu.
  3. Smyrjið sýrða rjóma blönd­unni á tortilla kök­urn­ar og stráið chedd­ar osti yfir, kjöt­boll­um, lauk­hringj­um og jalapenjó.
  4. Bakið pizzurn­ar í ofni við 200° í sirka 7 mín­út­ur. Berið fram með sal­ati, dress­ingu og fersk­um kryd­d­jurt­um – og stráið rest­inni af jalapenjó­inu yfir.  
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka