Kjúklingaréttur sem gæti breytt lífi þínu

mbl.is/Maria Gomez

Það er alltaf gaman og reyndar bráðnauðsynlegt að prófa eitthvað nýtt. Þessi réttur fellur í þann flokk og ætti sannarlega að prófa. Svo má útfæra að eigin höfði en við fullyrðum að bökur eru matur sem við ættum að borða mun oftar. 

Það er María Gomez á paz.is sem á heiðurinn að uppskriftinni. Matarbloggið hennar er hægt að heimsækja HÉR.

mbl.is/Maria Gomez

DÁSAMLEG KJÚKLINGBAKA SEM VERMIR LÍKAMA OG SÁL

  • 1 pakki af smjördeigi (ég keypti mitt í frystinum í Bónus)
  • 3 kjúklingabringur
  • 2 gulrætur
  • 1 stilkill af sellerí
  • 50 gr. ósaltað smjör
  • 1/2 laukur
  • 1 tsk. marinn hvítlaukur
  • 1/2 bolli hveiti
  • 1 tsk. salt
  • 1/2 tsk. svartur pipar
  • 1/2 tsk. þurrkað timían
  • 1 3/4 bolli kjúklingasoð (1 teningur fer í 400 ml soðið vatn, nota svo 1 3/4 bolla af því)
  • 1 peli kaffirjómi
  • 1 bolli frosnar grænar baunir
  • 1 egg

Aðferð

  1. Byrjið á að þíða smjördeigið í tíma áður en bakan er gerð
  2. Hitið svo ofninn á blæstri við 210-220 C°
  3. Skerið næst gulrætur í þunnar skífur og gerið það sama við selleríið.
  4. Skerið laukinn smátt og merjið hvítlaukinn (ca. 2-3) hvílauksrif
  5. Skerið svo bringurnar í gúllasbita
  6. Setjið í stóran pott bringurnar, selllerí og gulrætur og hellið vatni yfir og látið það ná yfir allt
  7. Sjóðið saman í 12 mínútur. Takið svo úr pottinum og setjið til hliðar.
  8. Takið 400 ml af vatninu sem var í pottinum og hellið restinni. Setjið einn kjúklingatening út í vatnið og hrærið vel
  9. Bræðið svo smjör í pottinum og setjið lauk og hvítlauk út á. Hafið stillt á lágan hita svo laukarnir sjóði í smjörinu en verði ekki brúnir
  10. Setjið svo hveitið út á og hrærið vel í, í ca. eina mínútu svo hveitibragðið hverfi
  11. Setjið næst salt, pipar, tímían, kjúklingasoðið og kaffirjómann út á og hrærið vel í meðan þykknar. Sósan á að vera vel þykk
  12. Bætið svo kjúklingnum, gulrótunum og selleríinu út á og hrærið saman. Slökkvið svo undir pottinum meðan deigið er flatt út
  13. Í pakkanum eru 5 skífur af deigi, notið 2,5 í skorpuna undir og 2,5 í skorpuna ofan á
  14. Smyrjið form að innan með smjöri og sáldrið smá hveiti yfir
  15. Dreifið hveiti á borðið og fletjið smjördeigið út þannig það sé frekar þunnt
  16. Setjið svo inn í formið og skerið burt allt umframdeig sem nær yfir kantana á forminu. Passið að láta það ná alveg upp brúnirnar
  17. Hellið næst fyllingunni í formið með deiginu. Hellið frosnu grænu baununum yfir og blandið létt saman með skeið
  18. Fletjið svo alveg eins og áðan út deig og leggið ofan á eins og sæng. Skerið aftur allt umframdeig burt og látið brúnirnar á deiginu undir og ofan á kyssast og klemmið það saman með puttunum til að loka því
  19. Penslið með eggi yfir og skerið nokkrar ræmur í mitt deigið, til að hleypa rakanum út og skorpan nái að verða stökk.
  20. Bakið í ofni við 210-220 C°í ca. 35-40 mínútur eða þar til bakan er orðin gullinbrún og stökk.
mbl.is/Maria Gomez
mbl.is/Maria Gomez
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert