Sushi sem kemur á óvart

Skemmtileg hugmynd og tilvalin sem forréttur eða smáréttur í næsta …
Skemmtileg hugmynd og tilvalin sem forréttur eða smáréttur í næsta afmæli. mbl.is/Chelsea Lupkin

Þetta er krútt­leg­asta og fersk­asta sus­hi-upp­skrift sem við höf­um séð lengi og tek­ur enga stund að græja. Ef­laust ein­hverj­ir krakk­ar sem myndu vilja gæða sér á þessu því hér get­ur maður leikið sér með hvaða hrá­efni sem er í fyll­ing­una. Svo fram með prjón­ana og smökk­um á gúrku-sus­hi með humm­us.

Sushi sem kemur á óvart

Vista Prenta

Gúrku-sus­hi með humm­us

  • 1 stór gúrka
  • Humm­us
  • Feta­ost­ur, mul­inn
  • Ólíf­ur, saxaðar
  • Cherry-tóm­at­ar, saxaðir
  • Ferskt dill
  • Sítr­óna

Aðferð:

  1. Skerið gúrk­una í þunn­ar sneiðar eft­ir henni endi­langri með græn­met­is­skræl­ara. Leggið sneiðarn­ar á eld­hús­bréf til að þurrka þær.
  2. Leggið tvær lang­ar gúrkusneiðar ofan á hvor aðra. Smyrjið þunnu lagi af humm­us og stráið smátt skorn­um tómöt­um, feta­osti og ólíf­um ofan á.
  3. Rúllið þétt upp og stingið dill­stöng ofan í hverja rúllu. Kreistið sítr­ónusafa yfir ef vill og berið fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert