Eggsteiktar núðlur með nautastrimlum, papriku og hoisin-sósu

mbl.is/einntveir.is

Þessi ein­faldi rétt­ur er í upp­á­haldi hjá mörg­um enda bæði af­skap­lega bragðgóður auk þess sem hann er merki­lega ein­fald­ur. 

Hann kem­ur úr smiðju Einn, tveir og elda og stend­ur sann­ar­lega fyr­ir sínu. 

Eggsteiktar núðlur með nautastrimlum, papriku og hoisin-sósu

Vista Prenta

Egg­steikt­ar núðlur með nautastriml­um, papriku og hois­in-sósu

  • 200 gr. núðlur
  • 200 gr. nauta­kjöt
  • 1 rauðlauk­ur
  • 3 hvít­lauks­geir­ar
  • 1 paprika
  • 100 ml hois­in-sósa
  • 1 egg

Það sem þú þarft að eiga: Salt, pip­ar og ólífu­olía.

Það sem þarf að hafa við hönd­ina: Bretti, hníf­ur og panna. Gott er að lesa vel yfir upp­skrift­ina áður en byrjað er að elda. Helstu of­næm­is­vald­ar: núðlur (hveiti).

Til að tryggja fersk­leika hrá­efn­is­ins mæl­um við með að elda rétt­ina í eft­ir­far­andi röð:

Fyrst fisk, síðan kjúk­ling og loks kjöt.

Geymið hrá­efn­in í kæli og skolið græn­meti fyr­ir notk­un.

All­ar upp­skrift­ir geta inni­haldið snef­il af hnet­um.

Leiðbein­ing­ar

  1. Hitið 500 ml af vatni í potti að suðu ásamt 1 tsk. af salti. Bætið núðlun­um út í og sjóðið í 3-4 mín­út­ur, sigtið síðan núðlurn­ar frá vatn­inu. Gott er að renna smá köldu vatni á núðlurn­ar til að koma í veg fyr­ir að þær klístrist sam­an.
  2. Skerið rauðlauk og papriku í strimla og grófsaxið hvít­lauk.
  3. Hitið 2 msk. af olíu á pönnu og steikið hvít­lauk­inn í um það bil mín­útu eða þar til gyllt­ur.
  4. Bætið nautastriml­un­um, paprik­unni og rauðlaukn­um út á pönn­una og steikið í 2-4 mín­út­ur, bætið þá egg­inu út á pönn­una og hrærið vand­lega sam­an.
  5. Að lok­um skal bæta núðlun­um og hois­in-sós­unni út á pönn­una og hræra létt sam­an í 2 mín­út­ur. Njótið vel!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert