Steiktur humar í hvítlauks-rjómasósu

Kristinn Magnússon

Hver get­ur staðist girni­leg­an humar­rétt? Hvað þá ef hann er bor­inn fram með hvít­lauksrjómasósu og öðru gúm­melaði? Tryggvi Trausta­son mat­reiðslumaður á Kop­ar er áskor­and­inn okk­ar í kokkaþraut­inni Fimm eða færri að þessu sinni. Hon­um brást ekki boga­list­in (enda átti eng­inn von á því) og reiðir hér fram dýr­ind­is humar­rétt sem skil­grein­ist sem skyldusmakk.

Steiktur humar í hvítlauks-rjómasósu

Vista Prenta

Steikt­ur hum­ar í hvít­lauks-rjómasósu

For­rétt­ur fyr­ir 1-2 manns.

  • 2 stk miðlungs­stór­ir humar­hal­ar
  • ½ stk paprika
  • 8 stk gul­ræt­ur
  • 150 ml rjómi
  • 50 ml hvít­lauk­sol­ía

Aðferð:

1. Humar­inn er klof­inn endi­langt og rönd­in hreinsuð burt. Passa þarf að fara ekki í gegn­um all­an humar­inn og skera hann í tvennt held­ur skal skera 2/​3 í gegn.

2. Sex gul­ræt­ur eru tekn­ar í djús­vél og saf­inn kryddaður til með salti. Ef það er ekki til djús­vél á heim­il­inu má nota keypt­an gul­rót­arsafa.

3. Saf­inn er sett­ur í pott og síðustu tvær gul­ræt­urn­ar eru flysjaðar og sett­ar heil­ar ofan í pott­inn með gul­rót­arsaf­an­um. Þetta er síðan soðin á lægsta mögu­lega hita í 15-20 mín­út­ur eða þar gul­ræt­urn­ar eru mjúk­ar í gegn. Paprik­an er skor­in í litla ten­inga.

4. Humar­inn er sett­ur á pönnu með hvít­lauk­sol­í­unni og steikt­ur á sár­inu þangað til hann er orðinn gull­in­brúnn. Þá er humr­in­um snúið við og paprik­an og gul­ræt­urn­ar fara á pönn­unna og rétt fá að svit­ast, síðan er humar­inn tek­inn af.

5. Rjóm­inn fer því næst á pönn­una með græn­met­inu og fær að sjóða niður þar til hann þykk­ist ör­lítið.

6. Kryddið sós­una með salt og pip­ar. Sjálf­um þykir mér einnig gott að setja fáfn­is­gras með. Humar­inn fær að fara aft­ur á pönn­una og hann þak­inn sósu.

7. Diskað upp á fal­leg­an máta.

Tryggvi Traustason - matreiðslumaður á Kopar.
Tryggvi Trausta­son - mat­reiðslumaður á Kop­ar. Krist­inn Magnús­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert