Brauðréttur sem stelur alltaf senunni

mbl.is/Maria Gomez

Stund­um rek­umst við á upp­skrift­ir sem eru þess eðlist að þær verður að prófa. Þessi brauðrétt­ur er í þess­um flokki en höf­und­ur upp­skrift­ar­inn­ar, María Gomez, seg­ir að það sé ekki nokk­ur leið að sann­færa fólk um ágæti þessa rétt­ar - það verði hrein­lega að smakka hann.

Sjálf seg­ir María:

„Það sem er svo frá­bært við þetta er að bragðið er svo gott og kem­ur alltaf á óvart. Ég eig­in­lega kann ekki einu sinni að lýsa því hvernig þetta smakk­ast á ann­an hátt en frá­bær­lega, og slær þetta alltaf í gegn í öll­um veisl­um hjá mér.

Þetta er engu líkt sem ég hef smakkað áður og því get ég ekki gefið ykk­ur hint. Þið bara verðið að prófa þetta sjálf og sjá að ég er ekki að skrökva því hversu gott þetta er.“

Mat­ar­blogg Maríu Paz.is er hægt að nálg­ast HÉR.

Brauðréttur sem stelur alltaf senunni

Vista Prenta

Brauðrétt­ur sem stel­ur alltaf sen­unni

  • 1 pakki fros­in bagu­ettebrauð frá La Bagu­ette (fást í fryst­in­um í Bón­us, Fjarðar­kaup og Hag­kaup), ekki nota venju­leg úr baka­ríi
  • 1 lít­il dós maj­o­nes
  • 1 dós sýrður rjómi með graslauk (þessi í grænu dós­un­um)
  • 2 epli
  • 1/​3 gúrka
  • 1 bréf spægipylsa
  • 1/​2 rauð paprika
  • 1/​2 græn paprika
  • 1/​2 rauðlauk
  • papríku­duft

Aðferð:

  1. Affrystið brauðið í umbúðunum.
  2. Skrælið epl­in.
  3. Hrærið sam­an maj­o­nes og sýrðan rjóma í stórri skál.
  4. Skerið epl­in niður í bita (svona fern­inga).
  5. Saxið rest­ina af græn­met­inu og spægipyls­una smátt.
  6. Hrærið svo öllu sam­an við maj­o­nes­blönd­una.
  7. Kljúfið brauðið í tvennt eins og ham­borg­ara­brauð og setjið fyll­ing­una á milli.
  8. Spreyið á brauðin vatni úr úðabrúsa og stráið smá papríkukryddi yfir þau.
  9. Bakið á 200°C í 15-20 mín eða þar til brauðin eru orðin gull­in­brún og fyll­ing­in orðin heit.
mbl.is/​Maria Gomez
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert