Egg Benedict með einfaldri hollandaisesósu

mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir

Hinn full­komni morg­un­verður í huga margra eru egg benedict með hollandaisesósu og mímósu. Ekki ama­legt en dá­lítið flókið í fram­kvæmd. Hér gef­ur hins veg­ar að líta út­gáfu þar sem búið er að ein­falda hollandaisesós­una til muna, sem ætti að auðvelda all­nokkr­um lífið.

Það er Berg­lind Hreiðars á Gotteri.is sem á heiður­inn af þess­ari upp­skrift, sem á ef­laust eft­ir að gleðja marga.

Gotteri.is her hægt að nálg­ast HÉR.

Egg Benedict með einfaldri hollandaisesósu

Vista Prenta

Egg Benedict með ein­faldri hollandaisesósu

  • 6 egg
  • 18 stökk­ar beikonsneiðar
  • 6 brauðsneiðar að eig­in vali
  • smjör til steik­ing­ar

Steikið brauðsneiðar upp úr smjöri og leggið á disk með þrem­ur sneiðum af bei­koni. Útbúið hleypt egg með því að setja vatn í pott og hita að suðu, brjóta eitt egg í einu í bolla, hræra með sleif í vatn­inu þar til spírall mynd­ast í miðjunni og leggja þá eggið í „hringiðuna“, lækka hit­ann í meðal­há­an og bíða í um þrjár mín­út­ur fyr­ir hvert egg. Best er að veiða eggið síðan upp úr, þerra á papp­ír og setja ofan á brauð + bei­kon. Síðan má setja ríku­lega af sósu ofan á hvert egg.

Ein­föld hollandaisesósa

  • 100 g létt­majónes frá E. Finns­son
  • 100 g sýrður rjómi
  • 1 msk dijons­inn­ep
  • 1 msk sítr­ónusafi
  • ¼ tsk papriku­duft
  • ¼ tsk dill

Setjið maj­ónes, sýrðan rjóma, sinn­ep og sítr­ónusafa í lít­inn skaft­pott og hitið að suðu, lækkið þá hit­ann og hrærið vel í nokkr­ar mín­út­ur og bætið þá krydd­inu sam­an við og setjið ofan á brauðið.

mbl.is/​Berg­lind Hreiðars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert