Hjördís skellti í Fortnite veislu

mbl.is/Hjördís Dögg Grímarsdóttir

Það er nokkuð víst að ein­hverj­ir láta sig dreyma um að fá sitt eigið Fortnite-af­mæli. Hér gef­ur að líta mynd­ir og upp­skrift­ir af frek­ar frá­bærri Fortnite-veislu sem hald­in var á dög­un­um. 

Það er eng­in önn­ur en Hjör­dís Dögg Grímars­dótt­ir á mömm­ur.is sem á heiður­inn af þess­ari snilld. 

„Fortnite-þema býður upp á mikla mögu­leika og vel hægt að leika sér með þá fal­legu liti sem ráða ríkj­um í leikn­um. Þegar kem­ur að kök­un­um sjálf­um er oft gott að ein­falda hlut­ina og not­ast við til­búið kökumix en það flýt­ir fyr­ir og bragðast líka vel,“ seg­ir Hjör­dís Dögg. 

Hjördís skellti í Fortnite veislu

Vista Prenta

Battle bus-rúta

Í þessu til­felli vildi af­mæl­is­strák­ur­inn hafa aðal­kök­una í líki fljúg­andi rútu en rút­an er mik­il­vægt far­ar­tæki í leikn­um. 

Betty Crocker-djöfla­köku­botn­ar voru notaðir og deigið bakað í ofnskúffu. Botn­arn­ir eru síðan skorn­ir til og raðað upp með smjörkremi á milli eins og rútu. Kak­an er síðan smurð að utan með smjörkremi og skreytt með syk­ur­massa. Vel er hægt að kaupa til­bú­inn syk­ur­massa og nota hann til að ein­falda köku­skreyt­ing­arn­ar. 

Til að búa til loft­belg­inn þarf að herða syk­ur­massa með ty­lose­dufti og nota grillp­inna til að festa hann við kök­una. Hand­riðið við loft­belg­inn er búið til með syk­ur­massa sem er rúllað upp á tann­stöngla. Blóma­vír var notaður til að festa loft­belg­inn við kök­una. Mat­artúss er notaður til að skrifa á syk­ur­mass­ann.

Hver og einn get­ur út­fært rút­una á sinn hátt og leikið sér með liti og form. 

V-bucks-pen­inga­kex

Oreo-kex hjúpað hvítu súkkulaði er notað til að búa til v-bucks-pen­inga­kex. Kexið er litað með silf­ur­litu mat­ar­dufti og skreytt með blá­um syk­ur­massa. Ein­falt en kem­ur vel út. 

Fortnite-bolla­kök­ur

Bolla­kök­urn­ar eru bakaðar með Betty Crocker-vanillu­kökumixi. Deigið er sett í lít­il bolla­köku­form, ca 1 tsk í hvert form. Úr pakk­an­um fást um 60 stk. af bolla­kök­um. Bolla­kök­urn­ar eru bakaðar í um 18-20 mín­út­ur við 160°C hita. 

Það kem­ur vel út að skreyta með til­búnu vanillukremi frá Betty Corcker sem búið er að lita með mat­ar­lit. Bolla­kök­urn­ar eru skreytt­ar með köku­skrauti.  

Ger­snúðar

Snúðarn­ir slá alltaf í gegn í barna­veisl­um. Vel hægt að und­ir­búa aðeins áður og frysta og nota þegar veisl­an hefst. Einnig hægt að gera þá sam­dæg­urs og setja kremið á um leið. 

Upp­skrift

  • 600 ml vatn – volgt
  • 20 g þurr­ger
  • 2 tsk syk­ur
  • 2 msk olía
  • 3 tsk salt
  • 1 kg hveiti

 Fyll­ing:

  • 50 g smjör – brætt
  • kanil­syk­ur

Aðferð:

Volgt vatn er sett í skál ásamt þurr­geri, sykri og olíu. Hrært vel sam­an og salti og hveiti síðan blandað sam­an við. Deigið hnoðað og leyft að lyfta sér.

Krem:

Fara má ýms­ar leiðir við að hjúpa snúða. Það kem­ur vel út að bræða hjúpsúkkulaði, sáldra söxuðu súkkulaði yfir deigið áður en það er bakað eða hjúpa snúðana með glassúr. 

Glassúr:

  • 200 g flór­syk­ur
  • ½ dl vatn
  • 30 g smjör – brætt
  • 1 msk síróp
  • 1 tsk vanillu­drop­ar
  • mat­ar­lit­ur

Aðferð:

Öllu hrært sam­an og síðan er glassúr­inn sett­ur yfir snúðana. 

Pítsu­snúðar

Frá­bær kost­ur í veisl­una og það er alltaf jafn gott að gæða sér á ein­um og ein­um meðan á veisl­unni stend­ur. Hægt að nota sömu upp­skrift og gef­in er fyr­ir snúðana en nota aðra fyll­ingu. Pítsusósu er smurt yfir deigið og skinku og osti sáldrað yfir. Skipt­ir máli að hafa fyll­ing­una ein­falda en það er alltaf vin­sæl­ast.  

Lit­rík­ar smá­kök­ur

Það er fljót­legt að búa til smá­kök­ur og í raun hægt að baka þær rétt fyr­ir veisl­una. Það er hægt að gera smá­kök­urn­ar frá grunni en ef maður vill spara tíma er góð hug­mynd að nota til­búið smá­kökumix. Ég reyni að skoða lit­ina í þem­anu og t.d. bæti mat­ar­lit út í smá­köku­deigið. Um að gera að leika sér líka með lög­un smá­kök­unn­ar, hún þarf ekki að vera hring­laga.

mbl.is/​Hjör­dís Dögg Grímars­dótt­ir
mbl.is/​Hjör­dís Dögg Grímars­dótt­ir
mbl.is/​Hjör­dís Dögg Grímars­dótt­ir
mbl.is/​Hjör­dís Dögg Grímars­dótt­ir
mbl.is/​Hjör­dís Dögg Grímars­dótt­ir
mbl.is/​Hjör­dís Dögg Grímars­dótt­ir
mbl.is/​Hjör­dís Dögg Grímars­dótt­ir
mbl.is/​Hjör­dís Dögg Grímars­dótt­ir
mbl.is/​Hjör­dís Dögg Grímars­dótt­ir
mbl.is/​Hjör­dís Dögg Grímars­dótt­ir
mbl.is/​Hjör­dís Dögg Grímars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert