Það er nokkuð víst að einhverjir láta sig dreyma um að fá sitt eigið Fortnite-afmæli. Hér gefur að líta myndir og uppskriftir af frekar frábærri Fortnite-veislu sem haldin var á dögunum.
Það er engin önnur en Hjördís Dögg Grímarsdóttir á mömmur.is sem á heiðurinn af þessari snilld.
„Fortnite-þema býður upp á mikla möguleika og vel hægt að leika sér með þá fallegu liti sem ráða ríkjum í leiknum. Þegar kemur að kökunum sjálfum er oft gott að einfalda hlutina og notast við tilbúið kökumix en það flýtir fyrir og bragðast líka vel,“ segir Hjördís Dögg.
Battle bus-rúta
Í þessu tilfelli vildi afmælisstrákurinn hafa aðalkökuna í líki fljúgandi rútu en rútan er mikilvægt farartæki í leiknum.
Betty Crocker-djöflakökubotnar voru notaðir og deigið bakað í ofnskúffu. Botnarnir eru síðan skornir til og raðað upp með smjörkremi á milli eins og rútu. Kakan er síðan smurð að utan með smjörkremi og skreytt með sykurmassa. Vel er hægt að kaupa tilbúinn sykurmassa og nota hann til að einfalda kökuskreytingarnar.
Til að búa til loftbelginn þarf að herða sykurmassa með tylosedufti og nota grillpinna til að festa hann við kökuna. Handriðið við loftbelginn er búið til með sykurmassa sem er rúllað upp á tannstöngla. Blómavír var notaður til að festa loftbelginn við kökuna. Matartúss er notaður til að skrifa á sykurmassann.
Hver og einn getur útfært rútuna á sinn hátt og leikið sér með liti og form.
V-bucks-peningakex
Oreo-kex hjúpað hvítu súkkulaði er notað til að búa til v-bucks-peningakex. Kexið er litað með silfurlitu matardufti og skreytt með bláum sykurmassa. Einfalt en kemur vel út.
Fortnite-bollakökur
Bollakökurnar eru bakaðar með Betty Crocker-vanillukökumixi. Deigið er sett í lítil bollakökuform, ca 1 tsk í hvert form. Úr pakkanum fást um 60 stk. af bollakökum. Bollakökurnar eru bakaðar í um 18-20 mínútur við 160°C hita.
Það kemur vel út að skreyta með tilbúnu vanillukremi frá Betty Corcker sem búið er að lita með matarlit. Bollakökurnar eru skreyttar með kökuskrauti.
Gersnúðar
Snúðarnir slá alltaf í gegn í barnaveislum. Vel hægt að undirbúa aðeins áður og frysta og nota þegar veislan hefst. Einnig hægt að gera þá samdægurs og setja kremið á um leið.
Uppskrift
Fylling:
Aðferð:
Volgt vatn er sett í skál ásamt þurrgeri, sykri og olíu. Hrært vel saman og salti og hveiti síðan blandað saman við. Deigið hnoðað og leyft að lyfta sér.
Krem:
Fara má ýmsar leiðir við að hjúpa snúða. Það kemur vel út að bræða hjúpsúkkulaði, sáldra söxuðu súkkulaði yfir deigið áður en það er bakað eða hjúpa snúðana með glassúr.
Glassúr:
Aðferð:
Öllu hrært saman og síðan er glassúrinn settur yfir snúðana.
Pítsusnúðar
Frábær kostur í veisluna og það er alltaf jafn gott að gæða sér á einum og einum meðan á veislunni stendur. Hægt að nota sömu uppskrift og gefin er fyrir snúðana en nota aðra fyllingu. Pítsusósu er smurt yfir deigið og skinku og osti sáldrað yfir. Skiptir máli að hafa fyllinguna einfalda en það er alltaf vinsælast.
Litríkar smákökur
Það er fljótlegt að búa til smákökur og í raun hægt að baka þær rétt fyrir veisluna. Það er hægt að gera smákökurnar frá grunni en ef maður vill spara tíma er góð hugmynd að nota tilbúið smákökumix. Ég reyni að skoða litina í þemanu og t.d. bæti matarlit út í smákökudeigið. Um að gera að leika sér líka með lögun smákökunnar, hún þarf ekki að vera hringlaga.