Syndsamleg súkkulaðsprengja með jarðarberjum og pistasíuhnetum

Svava Gunnarsdóttir og jarðaberjatertan hennar
Svava Gunnarsdóttir og jarðaberjatertan hennar Haraldur Jónasson/Hari

Þessi dásemdar súkkulaðibaka er algjörlega ómótstæðileg enda kemur hún beint úr smiðju Svövu Gunnars á Ljúfmeti & lekkerheit

Súkkulaðibaka með jarðarberjum og pistasíuhnetum

Botn:

  • 2,5 dl hveiti
  • 1 dl sykur
  • Smá salt
  • 125 g smjör

Fylling:

  • 200 g 70% súkkulaði
  • 2,5 dl rjómi

Yfir bökuna:

  • 400 g jarðarber
  • 1 msk. apríkósumarmelaði
  • 0,5 dl hakkaðar pistasíuhnetur

Aðferð

1. Blandið hveiti, sykri og salti saman í skál. Skerið smjörið í teninga og hnoðið saman við þurrefnin.

Setjið deigið í smurt lausbotna bökuform og þrýstið því í botninn og upp kantana. Stingið yfir botninn með gaffli og bakið við 185° í 15 mínútur. Látið kólna alveg áður en fyllingin er sett í.

2. Hakkið súkkulaðið og setjið í skál. Hitið rjómann að suðu og hellið yfir súkkulaðið.

3. Hrærið blöndunni saman þar til hún er slétt. Látið fyllinguna kólna aðeins áður en henni er hellt í bökuskelina.

4. Hreinsið jarðarberin og setjið yfir fyllinguna. Hitið apríkósumarmelaði aðeins og penslið því yfir jarðarberin. Stráið að lokum hökkuðum pistasíuhnetum yfir.

5. Látið bökuna standa í kæli í nokkra tíma áður en hún er borin fram.

Svava Gunnarsdóttir og jarðaberjatertan hennar
Svava Gunnarsdóttir og jarðaberjatertan hennar Haraldur Jónasson/Hari
Svava Gunnarsdóttir og jarðaberjatertan hennar
Svava Gunnarsdóttir og jarðaberjatertan hennar Haraldur Jónasson/Hari
Svava Gunnarsdóttir og jarðaberjatertan hennar
Svava Gunnarsdóttir og jarðaberjatertan hennar Haraldur Jónasson/Hari
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka