Alvörukjötsúpa sem allir ráða við

mbl.is/Salt eldhús

Hér er á ferðinni upp­skrift að kjötsúpu sem er það sem við köll­um á fag­máli al­gjör­lega „skot­held“. Það þýðir að það eru hverf­andi lík­ur á að þú klúðrir upp­skrift­inni en þessi upp­skrift kem­ur frá Sirrý í Salti – eld­húsi og ef ein­hver ætti að kunna að galdra fram góða kjötsúpu þá er það hún. 

Heimasíðu Salts – eld­húss er hægt að nálg­ast HÉR.

Alvörukjötsúpa sem allir ráða við

Vista Prenta

Al­vöru­kjötsúpa sem all­ir ráða við

  • 1 kg súpu­kjöt eða frampartasneiðar
  • 1 ½ lítri vatn
  • 1 msk. sjáv­ar­salt eða annað gott salt
  • 2-3 lauk­ar, af­hýdd­ir og skorn­ir gróft niður
  • 2-3 msk. súpu­jurtir
  • ½ dl hýðis­hrís­grjón eða perlu­bygg
  • 200 g hvít­kál, skorið gróft niður
  • 2-3 gul­ræt­ur, af­hýdd­ar og sneidd­ar
  • 1 rófa (200-300 g), af­hýdd og skor­in í bita
  • 4-6 kart­öfl­ur, eft­ir stærð
  • súpukraft­ur eft­ir smekk
  • nýmalaður pip­ar

Aðferð:

Setjið vatnið í pott til suðu. Setjið kjötið út í og látið suðuna koma upp. Fleytið froðuna, sem kem­ur upp þegar kjötið sýður, ofan af. Bætið salti, lauk, súpu­jurt­um, grjón­um eða byggi, hvít­káli og gul­rót­um út í og sjóðið í 40 mín. Bætið þá gul­róf­um og kart­öfl­um út í og sjóðið áfram í 20 mín. Smakkið til með súpukrafti og ný­möluðum pip­ar, hægt er að fá mjög góðan lambakraft í betri stór­mörkuðum.

Þessi upp­skrift er bara rammi því ein­falt er að breyta inni­haldi eft­ir því hvað er til í kæliskápn­um. Blaðlauk­ur, sell­e­rí, sell­e­rírófa og stein­seljurót gefa gott bragð í kjötsúpu og upp­lagt að bæta í ef það er til. Magn af græn­meti er líka bara til­laga og auðvelt að breyta eft­ir hvað er til og eft­ir smekk, mér finnst til dæm­is gott að hafa mik­inn lauk.

Gott er að saxa hvít­lauk og setja út í síðustu mín­út­urn­ar ásamt stein­selju og basil­lauf­um sem gera gott bragð, en þá er maður kom­inn aðeins lengra frá gömlu góðu kjötsúp­unni sem amma mín gerði. Mjög gott er að frysta kjötsúpu og þá er upp­lagt að taka kjötið af bein­un­um og skera gróft út í súp­una. Sleppið þó kart­öfl­un­um því þær verða mjöl­kennd­ar og leiðin­leg­ar í upp­hit­un eft­ir að hafa frosið.

Mér finnst súp­an betri ef svo­lítið af lambafit­unni er sett með, kjötið verður mýkra en það er bara smekks­atriði.

mbl.is/​Salt eld­hús
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert