Lambaskankar á Le Bistro

Kristinn Magnússon

Meist­ara­kokk­arn­ir á Le Bistro á Lauga­veg­in­um kunna að reiða fram kræs­ing­ar eft­ir kúnst­ar­inn­ar regl­um. Við feng­um þá til að deila með okk­ur einni af sín­um vin­sæl­ust­ustu upp­skrift­um, sem ætti ef­laust að gleðja marga. Hin full­komna haust­máltíð myndu marg­ir segja og það má taka heils­hug­ar und­ir það.

Lambaskankar á Le Bistro

Vista Prenta

Lambaskank­ar á Le Bistro

Upp­skrift fyr­ir fjóra

Lambaskank­ar

  • 4 lambaskank­ar
  • 2 l lamba­soð

Meðlæti

  • 5 stór­ar kart­öfl­ur
  • 150 g af reyktu bei­koni
  • 3 lauk­ar
  • 2 tsk. ferskt timj­an
  • 150 g andafita
  • salt og pip­ar

Sósa:

  • 8 hvít­lauksrif
  • 50 g fersk stein­selja
  • 50 g maizena
  • vatn
  • lamba­soð

Fyrst skal und­ir­búa lambaskank­ana.

Hitið ofn­inn í 200° C. Þegar ofn­inn hef­ur náð þeim hita skal setja lambaskank­ana í bök­un­ar­form og baka þar til þeir ná brún­um lit. Þegar því er náð skal bæta lamba­soðinu við og elda í eina klukku­stund.

Meðlætið:

Skerið kart­öfl­urn­ar, lauk­inn og bei­konið í 2 cm bita. Bætið andafit­unni, timj­an, salti og pip­ar sam­an við. Blandið vel sam­an með hönd­un­um. Eldið í 45 mín­út­ur í ofn­in­um á 200° C.

Eldið sós­una:

Þegar lambaskank­arn­ir eru eldaðir, takið þá upp úr soðinu. Hellið lamba­soðinu í pönnu og sjóðið, bætið hvít­laukn­um og ferskri stein­selju sam­an við og blandið sam­an. Und­ir­búið maizena með vatni og hellið því út á pönn­una með soðinu til þess að þykkja sós­una.

Fram­setn­ing:

Setjið meðlætið á disk­inn og lambaskank­ana ofan á, hellið sós­unni vel yfir og dreifið smá ferskri stein­selju yfir.

Et voilà!

Á Le Bistro er frönsk stemning allsráðandi.
Á Le Bistro er frönsk stemn­ing alls­ráðandi. Krist­inn Magnús­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert