Leynitrixið til að skera kökuna þráðbeina

Þeir eru ekki skakkir botnarnir á þessari köku.
Þeir eru ekki skakkir botnarnir á þessari köku. mbl.is/Shutterstock

Hver kann­ast ekki við að baka köku­botna sem koma hálf­skakk­ir úr ofn­in­um og okk­ur lang­ar helst til að fara að skæla? Hér er trix sem gott er að hafa uppi í erm­inni þegar slík­ur ófögnuður ber að dyr­um, en við erum ekki að tala um flug­beitta hnífa sem vopn í hendi.

Þetta ligg­ur allt í tannþræðinum! Já, þessi of­urfíni þráður get­ur skorið kök­una þína beina. Við vilj­um þó benda á að tannþráður með vaxi reyn­ist best­ur til slíkra verka og helst ekki nota tannþráð með bragði, eins og myntu­bragði sem skil­ur jafn­vel eft­ir sig keim á kök­unni. Eins er gott að nota tann­stöngla til að merkja hvar eigi að skera botn­inn, það auðveld­ar ná­kvæmn­is­vinn­una.

Það skiptir víst máli hvernig kaka er skorin.
Það skipt­ir víst máli hvernig kaka er skor­in. Krist­inn Magnús­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert