Uppáhaldskjúklingur Berglindar

mbl.is/Berglind Guðmundsdóttir

Þessi kjúklingaréttur er fremur einfaldur en er svo bragðgóður að sjálf Berglind Guðmunds á Gulur, rauður, grænn og salt hikar ekki við að kalla hann sitt uppáhald. 

Það er því óhætt að mæla með honum.

Uppáhaldssmjör-kjúklingur Berglindar 

  • 900 g kjúklingur
  • 2 hvítlauksrif, pressuð
  • 2 cm engifer, rifið
  • 1/2 tsk. sjávarsalt
  • 1/2 tsk. chili-duft
  • 1 1/2 msk. sítrónusafi
  • 75 ml Ab-mjólk, t.d. frá Mjólku
  • 1/2 tsk Garam Masala-krydd
  • 1/2 tsk. turmeric-krydd
  • 1 tsk. cumin-krydd (ath. ekki kúmen)
  • 1 1/2 msk. smjör
  • 250 ml tómatpúrra
  • 1/2 msk. sykur
  • 1 tsk. salt
  • 100 ml rjómi

LEIÐBEININGAR

Skerið kjúklingabringurnar í munnbita og setjið hráefnin fyrir kjúklinginn saman við og blandið vel saman. Leyfið að marinerast í kæli eins lengi og tími vinnst til. Helst yfir nótt.

Hitið olíu í potti og takið kjúklinginn úr marineringunni og setjið á pönnuna. Það þarf ekki að setja alla marineringuna af kjúklingnum út á pönnuna heldur aðallega kjúklinginn.

Steikið í 3-4 mínútur við háan hita.

Lækkið hitann og setjið tómatpúrru, sykur og salt saman við og látið malla í 20-25 mínútur.

Bætið rjómanum saman við og hitið en látið ekki sjóða.

Berið fram með hrísgrjónum og naan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert