Beikonbrauðréttur sem bræðir hjörtu

Hjördís Dögg Grímarsdóttir

Öll elskum við góðan brauðrétt og þessi hér ætti ekki að svíkja neinn. Beikonbragðið tónar hérna fullkomlega við karrí og epli. Hjördís Dögg á mömmur.is slær ekki feilnótu fremur en fyrri daginn.

Beikonbrauðréttur Hjördísar

  • 1 rúllubrauðtertubrauð

Fylling:

  • 1 stk. beikonsmurostur

    ½ l rjómi

    1 tsk. karrí

    3 msk. majónes

    1 stk. paprika – skorin smátt

    1 epli – skorið smátt

    50 g beikon – steikt og skorið smátt

Ofan á:

  • 4 msk. ISIO4-olía
  • rifinn mozzarellaostur
  • snakk

Aðferð:

  1. Beikonostur, rjómi, majónes og karrí sett í pott og hitað þar til beikonosturinn hefur bráðnað.
  2. Beikonið er steikt, skorið smátt og blandað saman við blönduna. Paprikan og eplið eru einnig skorin smátt og blandað saman við.
  3. Fyllingunni er þá smurt á brauðtertubrauðið, því rúllað upp og smurt að ofan með smá olíu og síðan er ostinum sáldrað yfir.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka