Enn ein sykursæta uppskriftin sem negld er á „to-do“-listann um helgina. Hér þarf ekkert að baka í ofni, bara að henda í skál og inn í kæli. Getum næstum lofað því að allir á heimilinu verða glaðir, líka hundurinn ef hann mætti smakka.
Ómótstæðilegir hnetusmjörsbitar með pretzel
- 1 pakki pretzels
- 1 - 1½ bolli smjör, bráðið
- 1 - 1½ bolli hnetusmjör
- 3 bollar flórsykur
- 2 bollar súkkulaðidropar
- 1 msk. palmínfeiti
Aðferð:
- Takið fram bökunarform og klæðið með bökunarpappír. Setjið til hliðar um 1 - 1½ bolla af pretzel til að nota á eftir. Setjið restina af pretzelinu í matvinnsluvél og hakkið þar til alveg fínt. Blandið vel saman, smjöri, hnetusmjöri, flórsykri og pretzel-mulningnum. Komið blöndunni fyrir í bökunarforminu.
- Bræðið súkkulaðið og palmínfeitina saman í örbylgjuofni, hrærið í þar til mjúkt. Dreifið yfir hnetusmjörsbotninn. Brjótið pretzel niður og stráið yfir súkkulaðið (má ýta léttilega á svo það þrýstist niður í súkkulaðið). Setjið í kæli í minnsta kosti 1 klukkustund.
- Lyftið bökunarpappirnum úr forminu og skerið í litla bita.