Draumakakan er fundin: Kókosbolluostakaka

mbl.is/Hanna

Kó­kos­boll­ur hafa löng­um skipað sér sess sem sér­ís­lenskt sæl­gæti sem á eng­an sinn líka. Kó­kos­boll­ur sjást víða í upp­skrift­um í ákaf­lega snjöll­um bún­ingi oft og tíðum en við erum ekki frá því að þessi út­gáfa hér sé með þeim snjall­ari.

Hér hef­ur meist­ari Hanna sam­einað kó­kos­boll­una frægu við osta­köku og út­kom­an er al­gjör snilld. Mat­ar­bloggið henn­ar Hönnu er hægt að nálg­ast HÉR.

Draumakakan er fundin: Kókosbolluostakaka

Vista Prenta

Kó­kos­bollu­ostakaka  óbökuð og ein­föld

 Botn

  • 180 g Oreo-kex (eða 16 kök­ur)
  • 45 g smjör – brætt

Fyll­ing

  • ¼ dl flór­syk­ur
  • 400 g rjóma­ost­ur (nota Phila­delp­hia-ost)
  • 4 kó­kos­boll­ur
  • Börk­ur af ½ líf­rænni sítr­ónu – rif­inn fínt
  • 2 tsk. vanillu-extrakt
  • 2½ dl rjómi

 Hind­berjasósa

  • 150 g hind­ber – fros­in eða fersk (það er hag­stæðara að nota fros­in þar sem að fersku ber­in er mjög dýr)
  • ½ dl syk­ur
  • 1 msk. sítr­ónusafi
  • 2 tsk. maizena-mjöl

 Skraut

  • Krem inn­an úr 1 kó­kos­bollu
  • Fersk hind­ber og mynta – ekki nauðsyn­leg

Verk­lýs­ing

 Botn
  1. Kex­kök­urn­ar muld­ar sam­an í mat­vinnsu­vél – smjöri bætt við og maukað bet­ur.
  2. Muln­ing­ur­inn sett­ur í 20 cm smellu­form með bök­un­ar­papp­ír í botn­in­um (ekki láta muln­ing­inn koma upp á kant­ana) – ágætt að nota skeið til að dreifa úr hon­um og þjappa vel.
Fyll­ing
  1. Rjómi þeytt­ur og lagður til hliðar.
  2. Flór­syk­ur og rjóma­ost­ur hrærðir sam­an. Vanillu extrakt og sítr­ónu­berki bætt við – hrært sam­an.
  3. Kó­kos­boll­um og rjóma blandað sam­an við blönd­una með sleikju. Fyll­ing­unni hellt ofan í smellu­formið. Sett í kæli á meðan hind­berjasós­an er búin til.
Hind­berjasósa 
  1. Hind­ber, vatn, syk­ur, sítr­ónusafi og maizena-mjöl sett í pott og suðan lát­in koma upp. Látið malla í 3 mín­út­ur eða þar til ber­in eru orðin að mauki – hrært í á meðan.
  2. Vökvinn sigtaður frá og lát­inn kólna aðeins (sjá mynd). Mik­il­vægt að vökvinn sé orðinn kald­ur (eða bara ylvolg­ur – ekki svo heit­ur að hann renni sam­an við ysta lagið á kök­unni).
Sam­setn­ing og skraut
  1. Hind­berja­vökv­an­um hellt yfir fyll­ing­una. Látið jafna sig í kæli yfir nótt. Ágætt að setja lok yfir. Kak­an tek­in úr smellu­form­inu og sett á kökudisk
  2. Krem úr einni kó­kos­bollu sett í tau- eða plastsprautu. Litl­ir topp­ar sprautaðir ofan á kök­una. Fal­legt að skreyta með hind­berj­um og myntu­lauf­um
mbl.is/​Hanna
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert